Sprunginn markaður sem skaðar greinina Sveinn Arnarsson skrifar 6. október 2018 10:00 Formaður sambands kúabænda segir kerfi með kaup og sölu mjólkurkvóta komið að þolmörkum. Fréttablaðið/GVA Landbúnaður Mjólkurbændur sem ætluðu sér að kaupa mjólkurkvóta á markaði um mánaðamótin fengu aðeins brotabrot af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að kerfið sé meingallað og skaði greinina. Mikilvægt sé að fara í gagngerar endurbætur á þessum hluta búvörusamninganna. „Þeir sem vilja selja eða kaupa greiðslumark setja inn tilboð á Innlausnarmarkað. Úthlutun fer svo þannig fram að hver og einn kaupandi fær úthlutað í hlutfalli við heildareftirspurn. Ef eftirspurnin er milljón lítrar og bóndi óskar eftir hundrað þúsund lítrum þá fær viðkomandi bóndi 10 prósent af því greiðslumarki sem í boði er,“ segir Arnar Að mati Arnars er kerfið með kaup og sölu mjólkurkvóta því komið að þolmörkum. „Það sem gerir þetta kerfi gallað er að menn geta boðið í eins mikið og þeir vilja án þess að leggja fram neina tryggingu. Því bjóða menn miklu meira en þeir þurfa á að halda í þeirri von að fá það sem þeir þurfa,“ segir Arnar. „Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra. Til samanburðar er heildarframleiðsla á Íslandi um 150 milljón lítrar. Þetta skekkir alla myndina og við þurfum að laga þetta.“ Það séu því bændur sjálfir sem eru á vissan hátt að skemma fyrir hinum bændunum með því að búa til gríðarmikla eftirspurn eftir greiðslumarki á markaði. Þar sem bændur fái aðeins hlutfall af því sem þeir vilja ef eftirspurn er meiri en framboðið verði það til þess að þeir geri óraunhæf tilboð. Þannig sé kerfið sprungið. Verði á markaðnum er haldið föstu, um 122 krónur á hvern lítra, og er það of lágt að mati margra sem starfa í greininni. Því eru líkur til þess að þeir bændur sem vilja selja greiðslumark sitt nú haldi að sér höndum og bíði. Nýtt kerfi gæti verið handan við hornið og því eðlilegt að ákveðin stöðnun sé á markaðnum. „Það á að kjósa um kvótann í almennum kosningum meðal mjólkurframleiðenda eftir áramótin og því mjög eðlilegt að menn bíði með að bregða búi eða breyta rekstrinum hjá sér á meðan,“ bætir Arnar við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Landbúnaður Mjólkurbændur sem ætluðu sér að kaupa mjólkurkvóta á markaði um mánaðamótin fengu aðeins brotabrot af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að kerfið sé meingallað og skaði greinina. Mikilvægt sé að fara í gagngerar endurbætur á þessum hluta búvörusamninganna. „Þeir sem vilja selja eða kaupa greiðslumark setja inn tilboð á Innlausnarmarkað. Úthlutun fer svo þannig fram að hver og einn kaupandi fær úthlutað í hlutfalli við heildareftirspurn. Ef eftirspurnin er milljón lítrar og bóndi óskar eftir hundrað þúsund lítrum þá fær viðkomandi bóndi 10 prósent af því greiðslumarki sem í boði er,“ segir Arnar Að mati Arnars er kerfið með kaup og sölu mjólkurkvóta því komið að þolmörkum. „Það sem gerir þetta kerfi gallað er að menn geta boðið í eins mikið og þeir vilja án þess að leggja fram neina tryggingu. Því bjóða menn miklu meira en þeir þurfa á að halda í þeirri von að fá það sem þeir þurfa,“ segir Arnar. „Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra. Til samanburðar er heildarframleiðsla á Íslandi um 150 milljón lítrar. Þetta skekkir alla myndina og við þurfum að laga þetta.“ Það séu því bændur sjálfir sem eru á vissan hátt að skemma fyrir hinum bændunum með því að búa til gríðarmikla eftirspurn eftir greiðslumarki á markaði. Þar sem bændur fái aðeins hlutfall af því sem þeir vilja ef eftirspurn er meiri en framboðið verði það til þess að þeir geri óraunhæf tilboð. Þannig sé kerfið sprungið. Verði á markaðnum er haldið föstu, um 122 krónur á hvern lítra, og er það of lágt að mati margra sem starfa í greininni. Því eru líkur til þess að þeir bændur sem vilja selja greiðslumark sitt nú haldi að sér höndum og bíði. Nýtt kerfi gæti verið handan við hornið og því eðlilegt að ákveðin stöðnun sé á markaðnum. „Það á að kjósa um kvótann í almennum kosningum meðal mjólkurframleiðenda eftir áramótin og því mjög eðlilegt að menn bíði með að bregða búi eða breyta rekstrinum hjá sér á meðan,“ bætir Arnar við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira