Allt að þrettán milljónir í úttekt í Árborg Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. Fréttablaðið Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira