Neyðarástand vegna fellibyls Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. október 2018 07:00 Stormurinn gekk yfir Kúbu í gær. Neyðarástandi lýst yfir í Flórída. Viðvaranir við hitabeltisstormi í sýslunum í kring. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fellibylsviðvaranir verið gefnar í 26 sýslum á hinu svokallaða pönnuskafti (e. Panhandle) Flórída í Bandaríkjunum, það er landræmunni sem gengur vestur frá Flórídaskaganum og að borginni Pensacola. Sömuleiðis hafa verið gefnar út viðvaranir við hitabeltisstormi í nærliggjandi sýslum og suður að Tampa. Ástæðan er fellibylurinn Michael, sem gekk yfir Kúbu í gær sem hitabeltisstormur. Samkvæmt frétt CNN var allt að 304 millimetra úrkoma á vesturhluta Kúbu í gær. Samkvæmt spám bæði einkareknu veðurstofunnar The Weather Channel og fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (NHC) er útlit fyrir að Michael gangi á land í Flórída sem annars stigs fellibylur á morgun. Vindhraði verði á milli 33 og 49 metrar á sekúndu og úrkoma mikil. Strax í gær voru eyjarskeggjar á Keys-eyjum, rétt suður af Flórídaskaga, farnir að finna vel fyrir votviðrinu. Búist er við um 100 millimetra úrkomu þar í dag. Búist er við því að yfirborð sjávar komi til með að hækka mikið allt frá Pensacola og að Tampa vegna stormsins. Hafa íbúar því verið beðnir um að vera á varðbergi þar sem ástandið gæti orðið lífshættulegt. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur. Afleiðingar hans á samfélög á svæðinu gætu orðið gríðarlegar. Þess vegna þurfa fjölskyldur að vera vel undirbúnar,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri á blaðamannafundi og bætti við: „Þið verðið öll að undirbúa ykkur. Ekki taka neina áhættu. Sjávarborð mun hækka, það verður hvasst, það gætu orðið flóð og það eru miklar líkur á því að hvirfilbyljir myndist.“ Íbúar Flórída hafa margir hverjir einbeitt sér að kosningum undanfarna daga. Kosið er um annað sæti ríkisins í öldungadeild þingsins og um ríkisstjóra þess þann 6. nóvember næstkomandi svo fátt eitt sé nefnt. Vegna stormsins hafa frambjóðendur flestir aflýst fyrirhuguðum kosningafundum sínum. Útlit er fyrir að afar mjótt verði á munum í kosningunum. Í nýjustu könnunum mældist munurinn á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana í báðum kosningum einungis eitt prósent. Búist er við því að Michael haldi áfram yfir Georgíu og Suður-Karólínu sem hitabeltisstormur áður en hann heldur svo í norðaustur. Skammt stórra högga á milli Starfsmenn FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, standa í ströngu þessa dagana. Stutt er frá því að fellibylurinn Florence reið yfir Bandaríkin og olli miklu tjóni. Í fyrra gengu svo Harvey, Irma, Maria og Nate á land í Bandaríkjunum með stuttu millibili. The New York Times fjallaði um það í gær að FEMA hefði styrkt ríki, svæði og sveitarfélög um alls 81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega tíu billjóna króna, frá árinu 1992. Fjármagnið fór í 683.035 mismunandi verkefni. Allt frá því að fjarlægja brak og til þess að reisa opinberar byggingar á nýjan leik eftir að þær höfðu hrunið í ofviðri. Ekki hafi hins vegar verið tekið nægilegt tillit til loftslagsbreytinga við þau uppbyggingarverkefni sem fjármunirnir fóru í. Því hafi hinar nýju byggingar verið alveg jafnviðkvæmar fyrir næsta stormi og þær sem hrundu í þeim fyrri, að því er blaðið hélt fram. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kúba Veður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fellibylsviðvaranir verið gefnar í 26 sýslum á hinu svokallaða pönnuskafti (e. Panhandle) Flórída í Bandaríkjunum, það er landræmunni sem gengur vestur frá Flórídaskaganum og að borginni Pensacola. Sömuleiðis hafa verið gefnar út viðvaranir við hitabeltisstormi í nærliggjandi sýslum og suður að Tampa. Ástæðan er fellibylurinn Michael, sem gekk yfir Kúbu í gær sem hitabeltisstormur. Samkvæmt frétt CNN var allt að 304 millimetra úrkoma á vesturhluta Kúbu í gær. Samkvæmt spám bæði einkareknu veðurstofunnar The Weather Channel og fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (NHC) er útlit fyrir að Michael gangi á land í Flórída sem annars stigs fellibylur á morgun. Vindhraði verði á milli 33 og 49 metrar á sekúndu og úrkoma mikil. Strax í gær voru eyjarskeggjar á Keys-eyjum, rétt suður af Flórídaskaga, farnir að finna vel fyrir votviðrinu. Búist er við um 100 millimetra úrkomu þar í dag. Búist er við því að yfirborð sjávar komi til með að hækka mikið allt frá Pensacola og að Tampa vegna stormsins. Hafa íbúar því verið beðnir um að vera á varðbergi þar sem ástandið gæti orðið lífshættulegt. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur. Afleiðingar hans á samfélög á svæðinu gætu orðið gríðarlegar. Þess vegna þurfa fjölskyldur að vera vel undirbúnar,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri á blaðamannafundi og bætti við: „Þið verðið öll að undirbúa ykkur. Ekki taka neina áhættu. Sjávarborð mun hækka, það verður hvasst, það gætu orðið flóð og það eru miklar líkur á því að hvirfilbyljir myndist.“ Íbúar Flórída hafa margir hverjir einbeitt sér að kosningum undanfarna daga. Kosið er um annað sæti ríkisins í öldungadeild þingsins og um ríkisstjóra þess þann 6. nóvember næstkomandi svo fátt eitt sé nefnt. Vegna stormsins hafa frambjóðendur flestir aflýst fyrirhuguðum kosningafundum sínum. Útlit er fyrir að afar mjótt verði á munum í kosningunum. Í nýjustu könnunum mældist munurinn á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana í báðum kosningum einungis eitt prósent. Búist er við því að Michael haldi áfram yfir Georgíu og Suður-Karólínu sem hitabeltisstormur áður en hann heldur svo í norðaustur. Skammt stórra högga á milli Starfsmenn FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, standa í ströngu þessa dagana. Stutt er frá því að fellibylurinn Florence reið yfir Bandaríkin og olli miklu tjóni. Í fyrra gengu svo Harvey, Irma, Maria og Nate á land í Bandaríkjunum með stuttu millibili. The New York Times fjallaði um það í gær að FEMA hefði styrkt ríki, svæði og sveitarfélög um alls 81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega tíu billjóna króna, frá árinu 1992. Fjármagnið fór í 683.035 mismunandi verkefni. Allt frá því að fjarlægja brak og til þess að reisa opinberar byggingar á nýjan leik eftir að þær höfðu hrunið í ofviðri. Ekki hafi hins vegar verið tekið nægilegt tillit til loftslagsbreytinga við þau uppbyggingarverkefni sem fjármunirnir fóru í. Því hafi hinar nýju byggingar verið alveg jafnviðkvæmar fyrir næsta stormi og þær sem hrundu í þeim fyrri, að því er blaðið hélt fram.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kúba Veður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira