Baráttan við snjallsímana Lára G. Sigurðardóttir skrifar 24. september 2018 07:00 Fyrir manneskju sem ólst upp við að klifra í stillansum, gera fimleika á húsþökum, teika bíla og leika sér úti fram á nótt er ákveðin áskorun að höndla nútímatækni. Eins og snjallsímar geta verið mikil undratæki þá hef ég blendnar tilfinningar gagnvart þeim. Mér finnst til dæmis gott að geta séð í símanum hvar strákarnir mínir eru niðurkomnir og hef gaman af að fylgjast með lífi vina minna. Síðan létta mörg snjallforrit eins og Google Maps manni lífið – ég er til dæmis næstum alveg hætt að villast. Á hinn bóginn vaknar stundum þessi óþægilega tilfinning að ég sé ekki að standa mig á samfélagsmiðlum. Ég næ t.d. engan veginn að óska öllum fésbókarvinum mínum og börnum þeirra til hamingju með afmælið og hin ýmsu afrek. Mestu áhyggjurnar eru þó vegna snjallsímanotkunar barnanna. Ég fæ á tilfinninguna að einhver hafi skipt á mínum börnum fyrir þessi andlausu börn sem stara á símann. Þau verða eitthvað svo svipbrigðalítil, áhugalaus og fjarlæg. Og mér finnst ég ekki hafa haft minnstu yfirsýn yfir hvað skilaboð eru að móta hugsanir þeirra. Nú horfi ég fram á betri tíma því Apple var að gefa út nýtt iOS-stýrikerfi fyrir snjalltæki þar sem hægt er að fylgjast með skjánotkun barnanna (vonandi fetar Google í sömu fótspor með Android). Fyrsta skrefið er þó að fylgjast með minni eigin skjánotkun og ég er byrjuð að setja tímamörk á hin og þessi snjallforrit. Ég verð enn jafn hissa þegar skjárinn sýnir mér að ég sé búin með tímann minn en jafnframt fegin að geta sannfært börnin um að það sé gott að setja sér mörk og standa við þau. Það er líka svo frelsandi að slíta sig frá skjánum og vakna aftur til hins raunverulega lífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Fyrir manneskju sem ólst upp við að klifra í stillansum, gera fimleika á húsþökum, teika bíla og leika sér úti fram á nótt er ákveðin áskorun að höndla nútímatækni. Eins og snjallsímar geta verið mikil undratæki þá hef ég blendnar tilfinningar gagnvart þeim. Mér finnst til dæmis gott að geta séð í símanum hvar strákarnir mínir eru niðurkomnir og hef gaman af að fylgjast með lífi vina minna. Síðan létta mörg snjallforrit eins og Google Maps manni lífið – ég er til dæmis næstum alveg hætt að villast. Á hinn bóginn vaknar stundum þessi óþægilega tilfinning að ég sé ekki að standa mig á samfélagsmiðlum. Ég næ t.d. engan veginn að óska öllum fésbókarvinum mínum og börnum þeirra til hamingju með afmælið og hin ýmsu afrek. Mestu áhyggjurnar eru þó vegna snjallsímanotkunar barnanna. Ég fæ á tilfinninguna að einhver hafi skipt á mínum börnum fyrir þessi andlausu börn sem stara á símann. Þau verða eitthvað svo svipbrigðalítil, áhugalaus og fjarlæg. Og mér finnst ég ekki hafa haft minnstu yfirsýn yfir hvað skilaboð eru að móta hugsanir þeirra. Nú horfi ég fram á betri tíma því Apple var að gefa út nýtt iOS-stýrikerfi fyrir snjalltæki þar sem hægt er að fylgjast með skjánotkun barnanna (vonandi fetar Google í sömu fótspor með Android). Fyrsta skrefið er þó að fylgjast með minni eigin skjánotkun og ég er byrjuð að setja tímamörk á hin og þessi snjallforrit. Ég verð enn jafn hissa þegar skjárinn sýnir mér að ég sé búin með tímann minn en jafnframt fegin að geta sannfært börnin um að það sé gott að setja sér mörk og standa við þau. Það er líka svo frelsandi að slíta sig frá skjánum og vakna aftur til hins raunverulega lífs.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar