Búast við átökum um kjaramál og veiðigjöld á komandi vetri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. september 2018 07:00 Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson verða í eldlínunni í vetur. Kjaramálin bíða Bjarna. Kristján verður í veiðigjöldum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þing kemur saman eftir sumarfrí á þriðjudaginn eftir viku. Búast má við að efnahagsmálin verði allsráðandi í þinginu í vetur og auk fjárlagavinnunnar verði kjaraviðræður og veiðigjöld efst á baugi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnin hefði þurft að kynna eitthvað „konkret“ inn í kjaraviðræðurnar mun fyrr. „Fjármálaáætlun gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að mæta kröfum um lífskjarajöfnuð sem verður forsenda þess að það verði hægt að leysa kjaramálin á farsælan hátt,“ segir Logi Einarsson og telur ekki nægilegt svigrúm í áætluninni til að stjórnvöld geti komið nægilega kröftuglega inn til að mæta áskorunum sem fylgja þessum kjarasamningum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald og frumvörp sem lúta að laxeldi, þar á meðal um auðlindagjald. Veiðigjaldafrumvarp hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn. „Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðarhlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Auk umræðu um kjaramál og veiðigjöld spáir Þorgerður því að heilbrigðismálin verði áberandi í pólitíkinni í vetur. „Það er greinilega mikill ágreiningur milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt,“ segir Þorgerður.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Forsætisráðherra verður einnig með mál á dagskrá vetrarins sem búast má við mikilli umræðu um. Má þar nefna endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem verður meðal annars byggt á hugmyndum nefndar sem Ásgeir Jónsson fór fyrir og skilaði af sér í vor. Meðal þess sem er til skoðunar er fjölgun aðstoðarseðlabankastjóra úr einum í tvo. Frumvarp þetta verður lagt fram á vorþingi. „Svo á ég von á frumvörpum frá starfshópi um tjáningarfrelsi sem er samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta,“ segir Katrín. Hún hefur óskað eftir því að starfshópurinn taki ákveðna þætti upplýsingalaga til endurskoðunar. „Eitt af því sem ég er búin að biðja þau um er að Alþingi og dómstólar verði felld undir upplýsingalög eins og hefur verið gagnrýnt. Þetta var ekki gert þegar ný upplýsingalög voru sett 2012.“ Þá eru einnig nokkur mál sem lifa áfram frá síðasta þingvetri. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata nefnir frumvarp dómsmálaráðherra vegna afnáms uppreistar æru sem eitt þeirra mála sem deilur gætu skapast um. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er enn í vinnslu en verður dreift til þingmanna strax eftir helgi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Þing kemur saman eftir sumarfrí á þriðjudaginn eftir viku. Búast má við að efnahagsmálin verði allsráðandi í þinginu í vetur og auk fjárlagavinnunnar verði kjaraviðræður og veiðigjöld efst á baugi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnin hefði þurft að kynna eitthvað „konkret“ inn í kjaraviðræðurnar mun fyrr. „Fjármálaáætlun gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að mæta kröfum um lífskjarajöfnuð sem verður forsenda þess að það verði hægt að leysa kjaramálin á farsælan hátt,“ segir Logi Einarsson og telur ekki nægilegt svigrúm í áætluninni til að stjórnvöld geti komið nægilega kröftuglega inn til að mæta áskorunum sem fylgja þessum kjarasamningum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald og frumvörp sem lúta að laxeldi, þar á meðal um auðlindagjald. Veiðigjaldafrumvarp hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn. „Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðarhlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Auk umræðu um kjaramál og veiðigjöld spáir Þorgerður því að heilbrigðismálin verði áberandi í pólitíkinni í vetur. „Það er greinilega mikill ágreiningur milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt,“ segir Þorgerður.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Forsætisráðherra verður einnig með mál á dagskrá vetrarins sem búast má við mikilli umræðu um. Má þar nefna endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem verður meðal annars byggt á hugmyndum nefndar sem Ásgeir Jónsson fór fyrir og skilaði af sér í vor. Meðal þess sem er til skoðunar er fjölgun aðstoðarseðlabankastjóra úr einum í tvo. Frumvarp þetta verður lagt fram á vorþingi. „Svo á ég von á frumvörpum frá starfshópi um tjáningarfrelsi sem er samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta,“ segir Katrín. Hún hefur óskað eftir því að starfshópurinn taki ákveðna þætti upplýsingalaga til endurskoðunar. „Eitt af því sem ég er búin að biðja þau um er að Alþingi og dómstólar verði felld undir upplýsingalög eins og hefur verið gagnrýnt. Þetta var ekki gert þegar ný upplýsingalög voru sett 2012.“ Þá eru einnig nokkur mál sem lifa áfram frá síðasta þingvetri. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata nefnir frumvarp dómsmálaráðherra vegna afnáms uppreistar æru sem eitt þeirra mála sem deilur gætu skapast um. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er enn í vinnslu en verður dreift til þingmanna strax eftir helgi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira