Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2018 08:00 Airbus Super Puma 225 þyrla eins og þær sem Landhelgisgæslan samdi um leigu á fyrir sléttum þremur mánuðum. Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira