Ekkert nýmæli að kelfdar langreyðarkýr séu drepnar Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Hér liggur fóstrið á skurðarfletinum við hlið móður sinnar. Myndin var tekin síðdegis í gær. Hard to Port Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50