Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum sækir málið af hálfu ákæruvaldsins. Fréttablaðið/Ernir Sjö eru ákærðir í einu umfangsmesta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi sem varðar þjófnað á 600 öflugum bitcoin leitarvélum úr þremur gagnaverum í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september næstkomandi. Ákæra var gefin út í málinu fyrir mörgum vikum en vegna sumarleyfa var málinu ekki úthlutað til dómara fyrr en í síðustu viku og þess vegna hefur orðið bið á birtingu ákærunnar. Fjölmiðlar hafa því enn ekki fengið upplýsingar um efni hennar, en hún telst formlega birt eftir að dómari hefur gefið út fyrirköll vegna þingfestingarinnar.Sjá einnig: Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Þrír eru enn í farbanni vegna málsins, þeirra á meðal Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í vor með eftirminnilegum hætti og komst alla leið til Hollands. Ekki liggur fyrir hvort fleiri en Sindri Þór eru ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn á tölvunum eða hver hlutur hinna sex er talinn vera í málinu. Ekki kemur í ljós fyrr en við þingfestingu málsins hvaða afstöðu sakborningarnir sjö hafa til ákærunnar. Verðmæti tölvanna sem stolið var er talið hlaupa á hundruðum milljóna en vélarnar voru sérhannaðar til að grafa eftir bitcoin. Vélunum var stolið úr gagnaverum bæði í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í þremur innbrotum sem framin voru á tímabilinu desember 2017 til síðari hluta janúar 2018. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og leitin að hinum stolnu tölvum teygt sig alla leið til Kína þar sem 600 tölvur voru í óskilum fyrr í vor. Sú leit hefur þó enn engan árangur borið og tölvunar enn ófundnar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. 16. maí 2018 12:00 Ákæra gefin út á hendur Sindra Þór og meintum samverkamönnum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur Sindra Þór Stefánssyni, auk fleiri manna til viðbótar, fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. 6. júlí 2018 14:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Sjö eru ákærðir í einu umfangsmesta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi sem varðar þjófnað á 600 öflugum bitcoin leitarvélum úr þremur gagnaverum í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september næstkomandi. Ákæra var gefin út í málinu fyrir mörgum vikum en vegna sumarleyfa var málinu ekki úthlutað til dómara fyrr en í síðustu viku og þess vegna hefur orðið bið á birtingu ákærunnar. Fjölmiðlar hafa því enn ekki fengið upplýsingar um efni hennar, en hún telst formlega birt eftir að dómari hefur gefið út fyrirköll vegna þingfestingarinnar.Sjá einnig: Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Þrír eru enn í farbanni vegna málsins, þeirra á meðal Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í vor með eftirminnilegum hætti og komst alla leið til Hollands. Ekki liggur fyrir hvort fleiri en Sindri Þór eru ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn á tölvunum eða hver hlutur hinna sex er talinn vera í málinu. Ekki kemur í ljós fyrr en við þingfestingu málsins hvaða afstöðu sakborningarnir sjö hafa til ákærunnar. Verðmæti tölvanna sem stolið var er talið hlaupa á hundruðum milljóna en vélarnar voru sérhannaðar til að grafa eftir bitcoin. Vélunum var stolið úr gagnaverum bæði í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í þremur innbrotum sem framin voru á tímabilinu desember 2017 til síðari hluta janúar 2018. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og leitin að hinum stolnu tölvum teygt sig alla leið til Kína þar sem 600 tölvur voru í óskilum fyrr í vor. Sú leit hefur þó enn engan árangur borið og tölvunar enn ófundnar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. 16. maí 2018 12:00 Ákæra gefin út á hendur Sindra Þór og meintum samverkamönnum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur Sindra Þór Stefánssyni, auk fleiri manna til viðbótar, fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. 6. júlí 2018 14:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. 16. maí 2018 12:00
Ákæra gefin út á hendur Sindra Þór og meintum samverkamönnum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur Sindra Þór Stefánssyni, auk fleiri manna til viðbótar, fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. 6. júlí 2018 14:01