Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: „Þetta fer allt vel að lokum“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2018 16:18 Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. Vísir/GVA Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær en greint var fyrst frá því á vef Fréttablaðsins. Eigandi Hótel Holts segir að nú sé leitað að nýjum rekstraraðila fyrir veitingastaðinn og það standi ekki til að bregðast tryggum kúnnahópi hótelsins.Greint var frá því í desember síðastliðnum að eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótels Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingareksturinn og að staðurinn myndi heita Holt. Var hann opnaður í febrúar síðastliðnum en lokað nú hálfu ári síðar. Í tilkynningunni var vitnað í Ólaf Ágústsson og hann sagður talsmaður rekstraraðila en hann neitaði að tjá sig um lokunina þegar Vísir hafði samband við hann. Hótel Holt var opnað upphaflega árið 1965 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Geirlaug segir í samtali við Vísi að hún geti lítið tjáð sig um það hvers vegna veitingastaðnum var lokað í gær. „Við björgum okkur, við erum vön að gera það og þetta fer allt vel að lokum,“ segir Geirlaug. Hún sagði að hún væri að öðru leyti alltaf þakklát fyrir hvað mörgum þætti vænt um Hótel Holt og hafði skilning á því að einhverjir hefðu áhyggjur af framtíð veitingastaðarins á hótelinu. „Við bregðumst ekki. Við erum full af orku og staðráðin í að láta þetta ganga upp. Við eigum svo stóran hóp fasta kúnna og við förum ekki að bregðast þeim,“ segir Geirlaug en gat ekki sagt til um hvenær veitingastaðurinn verður opnaður en telur að það verði fljótlega. Veitingastaðir Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær en greint var fyrst frá því á vef Fréttablaðsins. Eigandi Hótel Holts segir að nú sé leitað að nýjum rekstraraðila fyrir veitingastaðinn og það standi ekki til að bregðast tryggum kúnnahópi hótelsins.Greint var frá því í desember síðastliðnum að eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótels Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingareksturinn og að staðurinn myndi heita Holt. Var hann opnaður í febrúar síðastliðnum en lokað nú hálfu ári síðar. Í tilkynningunni var vitnað í Ólaf Ágústsson og hann sagður talsmaður rekstraraðila en hann neitaði að tjá sig um lokunina þegar Vísir hafði samband við hann. Hótel Holt var opnað upphaflega árið 1965 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Geirlaug segir í samtali við Vísi að hún geti lítið tjáð sig um það hvers vegna veitingastaðnum var lokað í gær. „Við björgum okkur, við erum vön að gera það og þetta fer allt vel að lokum,“ segir Geirlaug. Hún sagði að hún væri að öðru leyti alltaf þakklát fyrir hvað mörgum þætti vænt um Hótel Holt og hafði skilning á því að einhverjir hefðu áhyggjur af framtíð veitingastaðarins á hótelinu. „Við bregðumst ekki. Við erum full af orku og staðráðin í að láta þetta ganga upp. Við eigum svo stóran hóp fasta kúnna og við förum ekki að bregðast þeim,“ segir Geirlaug en gat ekki sagt til um hvenær veitingastaðurinn verður opnaður en telur að það verði fljótlega.
Veitingastaðir Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira