Dæma hluti sem aldrei hafa verið dæmdir Benedikt Bóas skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Baldur, Eddi og Haukur Viðar reiða dómarahamarinn á loft einu sinni í viku og dæma alls konar, eins og munnhörpu og kex. Hægt er að fylgjast með þeim drengjum og hafa áhrif á málefnin í gegnum Facebook-síðuna domsdagur.is. Spurningin er líka af hverju finnst okkur eðlilegt að kvikmyndir, leikverk og hljómplötur séu gagnrýndar en ekki kex eða te,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson sem er hluti af hlaðvarpinu Dómsdagur sem finna má á öllum helstu hlaðvarpsveitum veraldarvefsins. Með honum eru Eggert Hilmarsson og Baldur Ragnarsson sem kom með hugmyndina að byrja með hlaðvarp. „Þetta er hugmynd sem ég fékk og var eiginlega fyrst og fremst hugsuð sem afsökun fyrir því að hitta Hauk og Edda reglulega þar sem þeir eru tveir af þeim fyndnustu mönnum sem ég hef hitt á ævinni. En af hverju ákváðuð þið tveir að játa því að taka þátt í þessu?“ Eddi: „Þú bara sagðir að við ættum að gera það.“ Haukur: „Já, við fengum enga valkosti.“ Eddi: „Svo hafði ég ekki hugmynd um hvað þú værir að tala um og var forvitinn. Og svo var þetta bara fín hugmynd. Alls konar drasl er búið að liggja óbætt hjá garði í mörg ár og það var kominn tími á gagnrýni.“ Baldur: „Beisiklí þá ákvað ég þetta og þið gátuð ekki sagt nei því ég er svo ágengur.“ Haukur og Eddi: „Jebb.“Skegg er meðal þess sem hefur verið dæmt í þættinum. Var með 3,62 í meðaleinkunn.Aðspurðir af hverju þeir fóru með þáttinn í hlaðvarpsform (podcast) en ekki í útvarp segja þeir að það sé listrænt frelsi að vera í hlaðvarpi. Haukur: „Það er líka stressandi að vera í útvarpi, maður þarf að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma en ekki í hlaðvarpinu. Þetta er voða næs, maður þarf ekki einu sinni að vera í buxum.“ Baldur: „Svo höfum við líka verið að hlusta á hlaðvörp og þetta er skemmtilegt form, þetta þarf ekki að vera eins stílhreint og undirbúið og útvarpsþáttur.“ Eddi: „Og svo er enginn yfir manni að ritstýra og skipta sér af því hvernig þetta er allt saman.“ Baldur: „Já, það er fyrst og fremst þetta listræna frelsi sem er að gera þetta fyrir þig Eddi?“ Eddi: „Já, listrænt frelsi er það sem ég er að sækjast eftir.“ Haukur: „Svo erum við ekki bundnir af auglýsingatímum. En við myndum svo sem ekkert hata það ef fólk vildi gefa okkur drasl gegn því að við auglýstum það.“ Eddi: „Nei, mig vantar einmitt nýja sokka.“ Facebook-síðan þeirra hefur klifið hratt upp metorðastigann en þar geta hlustendur tekið þátt. „Á vefsíðunni www.domsdagur.com er hægt að finna þættina og gefa sínar eigin stjörnur í kosningakerfi sem góðvinur okkar Guðmundur Stefán Þorvaldsson smíðaði fyrir okkur,“ segir Baldur. Þeir félagar hafa dæmt ýmislegt eins og skegg, heiðlóu, Bounty, morgunmat og rúsínur. En sú niðurstaða sem hefur komið mest á óvart er? Haukur: „Það að þið hafið ekki gefið kexi fullt hús.“ Eddi: „Það að vatn hafi ekki fengið fullt hús frá öllum.“ Baldur: „Þú gafst vatni 4,5 stjörnur, Eddi.“ Eddi: „Nú?“ Baldur: „Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar það kom í ljós að Haukur veit ekki hvernig heiðlóan lítur út. Það er ótrúlegt.“ Haukur: „Það er ekkert ótrúlegt þegar þú ert úr Garðabæ.“ Baldur: „Nei, kannski ekki, ég hef bara aldrei verið úr Garðabæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Spurningin er líka af hverju finnst okkur eðlilegt að kvikmyndir, leikverk og hljómplötur séu gagnrýndar en ekki kex eða te,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson sem er hluti af hlaðvarpinu Dómsdagur sem finna má á öllum helstu hlaðvarpsveitum veraldarvefsins. Með honum eru Eggert Hilmarsson og Baldur Ragnarsson sem kom með hugmyndina að byrja með hlaðvarp. „Þetta er hugmynd sem ég fékk og var eiginlega fyrst og fremst hugsuð sem afsökun fyrir því að hitta Hauk og Edda reglulega þar sem þeir eru tveir af þeim fyndnustu mönnum sem ég hef hitt á ævinni. En af hverju ákváðuð þið tveir að játa því að taka þátt í þessu?“ Eddi: „Þú bara sagðir að við ættum að gera það.“ Haukur: „Já, við fengum enga valkosti.“ Eddi: „Svo hafði ég ekki hugmynd um hvað þú værir að tala um og var forvitinn. Og svo var þetta bara fín hugmynd. Alls konar drasl er búið að liggja óbætt hjá garði í mörg ár og það var kominn tími á gagnrýni.“ Baldur: „Beisiklí þá ákvað ég þetta og þið gátuð ekki sagt nei því ég er svo ágengur.“ Haukur og Eddi: „Jebb.“Skegg er meðal þess sem hefur verið dæmt í þættinum. Var með 3,62 í meðaleinkunn.Aðspurðir af hverju þeir fóru með þáttinn í hlaðvarpsform (podcast) en ekki í útvarp segja þeir að það sé listrænt frelsi að vera í hlaðvarpi. Haukur: „Það er líka stressandi að vera í útvarpi, maður þarf að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma en ekki í hlaðvarpinu. Þetta er voða næs, maður þarf ekki einu sinni að vera í buxum.“ Baldur: „Svo höfum við líka verið að hlusta á hlaðvörp og þetta er skemmtilegt form, þetta þarf ekki að vera eins stílhreint og undirbúið og útvarpsþáttur.“ Eddi: „Og svo er enginn yfir manni að ritstýra og skipta sér af því hvernig þetta er allt saman.“ Baldur: „Já, það er fyrst og fremst þetta listræna frelsi sem er að gera þetta fyrir þig Eddi?“ Eddi: „Já, listrænt frelsi er það sem ég er að sækjast eftir.“ Haukur: „Svo erum við ekki bundnir af auglýsingatímum. En við myndum svo sem ekkert hata það ef fólk vildi gefa okkur drasl gegn því að við auglýstum það.“ Eddi: „Nei, mig vantar einmitt nýja sokka.“ Facebook-síðan þeirra hefur klifið hratt upp metorðastigann en þar geta hlustendur tekið þátt. „Á vefsíðunni www.domsdagur.com er hægt að finna þættina og gefa sínar eigin stjörnur í kosningakerfi sem góðvinur okkar Guðmundur Stefán Þorvaldsson smíðaði fyrir okkur,“ segir Baldur. Þeir félagar hafa dæmt ýmislegt eins og skegg, heiðlóu, Bounty, morgunmat og rúsínur. En sú niðurstaða sem hefur komið mest á óvart er? Haukur: „Það að þið hafið ekki gefið kexi fullt hús.“ Eddi: „Það að vatn hafi ekki fengið fullt hús frá öllum.“ Baldur: „Þú gafst vatni 4,5 stjörnur, Eddi.“ Eddi: „Nú?“ Baldur: „Það sem hefur komið mér mest á óvart er þegar það kom í ljós að Haukur veit ekki hvernig heiðlóan lítur út. Það er ótrúlegt.“ Haukur: „Það er ekkert ótrúlegt þegar þú ert úr Garðabæ.“ Baldur: „Nei, kannski ekki, ég hef bara aldrei verið úr Garðabæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira