Óþolandi staða fyrir ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við ósanngjarna samkeppni og undirboð sem ýmist njóta afskiptaleysis eða verndar stjórnvalda. Umsvifamiklir seljendur gistingar á borð við Airbnb komast upp með að innheimta ekki né skila virðisaukaskatti og gistináttaskatti af þeirri sölu. Íbúðareigendur sem leigja út húsnæði til viðskiptavina Airbnb borga mjög víða 90% lægri fasteignagjöld en hótel og gistihús með sambærilega þjónustu. Sérstaklega á það við í Reykjavík, sem virðist lítið hafa sinnt því að leggja á rétt fasteignagjöld. Um allt land starfa svo erlend fyrirtæki í ferðaþjónustu sem skila engum sköttum hér á landi og eru þekkt fyrir að borga starfsfólki langt undir íslenskum töxtum.Allir tapa Ekki vantar opinberar stofnanir til að hafa eftirlit. Vinnumálastofnun, sýslumenn, lögregla, vegaeftirlit, tollstjóri, ríkisskattstjóri og fleiri. En þær vinna illa saman og einbeita sér einkum að löglega skráðu íslensku fyrirtækjunum, þeim sem eru með allt uppi á yfirborðinu og er miskunnarlaust lokað ef út af bregður. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tapa. Ríki og sveitarfélög tapa. Samt gengur afar hægt hjá stjórnvöldum að hysja upp um sig brækurnar. Það þarf að berja í borðið Þessi staða er óþolandi fyrir alla sem starfa í ferðaþjónustu. Það er ekki nóg að ráða eftirlitsmenn til að senda bréf. Stofnanir verða að hætta að vísa ábyrgð hver á aðra. Þær verða að láta hendur standa fram úr ermum, krefja söluaðila gistingar um réttmætar skattgreiðslur, leggja rétt fasteignagjöld á íbúðir sem eru leigðar út til ferðamanna og stöðva ólöglegu starfsemina og undirboðin. Samtök ferðaþjónustunnar þurfa að fylgja þessu fast eftir, berja í borðið og sparka mönnum af stað. Samtökin eiga ekki að gefa stjórnvöldum nein grið. Það er gjörsamlega óviðunandi að þessi skakka samkeppnisstaða sé látin viðgangast ár eftir ár.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við ósanngjarna samkeppni og undirboð sem ýmist njóta afskiptaleysis eða verndar stjórnvalda. Umsvifamiklir seljendur gistingar á borð við Airbnb komast upp með að innheimta ekki né skila virðisaukaskatti og gistináttaskatti af þeirri sölu. Íbúðareigendur sem leigja út húsnæði til viðskiptavina Airbnb borga mjög víða 90% lægri fasteignagjöld en hótel og gistihús með sambærilega þjónustu. Sérstaklega á það við í Reykjavík, sem virðist lítið hafa sinnt því að leggja á rétt fasteignagjöld. Um allt land starfa svo erlend fyrirtæki í ferðaþjónustu sem skila engum sköttum hér á landi og eru þekkt fyrir að borga starfsfólki langt undir íslenskum töxtum.Allir tapa Ekki vantar opinberar stofnanir til að hafa eftirlit. Vinnumálastofnun, sýslumenn, lögregla, vegaeftirlit, tollstjóri, ríkisskattstjóri og fleiri. En þær vinna illa saman og einbeita sér einkum að löglega skráðu íslensku fyrirtækjunum, þeim sem eru með allt uppi á yfirborðinu og er miskunnarlaust lokað ef út af bregður. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tapa. Ríki og sveitarfélög tapa. Samt gengur afar hægt hjá stjórnvöldum að hysja upp um sig brækurnar. Það þarf að berja í borðið Þessi staða er óþolandi fyrir alla sem starfa í ferðaþjónustu. Það er ekki nóg að ráða eftirlitsmenn til að senda bréf. Stofnanir verða að hætta að vísa ábyrgð hver á aðra. Þær verða að láta hendur standa fram úr ermum, krefja söluaðila gistingar um réttmætar skattgreiðslur, leggja rétt fasteignagjöld á íbúðir sem eru leigðar út til ferðamanna og stöðva ólöglegu starfsemina og undirboðin. Samtök ferðaþjónustunnar þurfa að fylgja þessu fast eftir, berja í borðið og sparka mönnum af stað. Samtökin eiga ekki að gefa stjórnvöldum nein grið. Það er gjörsamlega óviðunandi að þessi skakka samkeppnisstaða sé látin viðgangast ár eftir ár.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar