Vindur úr seglum innlendra hlutabréfa Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. júlí 2018 05:30 Ástæða lækkunar á verði hlutabréfa hérlendis á þessu ári er meðal annars minni umsvif lífeyrissjóða á þeim markaði, kostnaðarhækkanir og kólnun í hagkerfinu. Vísir/Stefán Minnkandi umsvif lífeyrissjóða í Kauphöllinni eru á meðal ástæðna að baki verðlækkunum á innlendum hlutabréfum. Greint var frá því í Fréttablaðinu að hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá áramótum hafi gengið til baka. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir þróunina á hlutabréfamarkaðinum athyglisverða. „Líklegasta skýringin tengist flæði en innlendir fjárfestar hafa dregið umtalsvert úr umsvifum sínum á markaðinum,“ segir Valdimar. „Þá eru áhyggjur af kjarasamningsviðræðum í haust en það getur ekki útskýrt lækkanir á fyrirtækjum sem eru með hlutfallslega lágan launakostnað.“ Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, skýrir verðþróunina með svipuðum hætti „Lífeyrissjóðirnir komu inn með fjármagn á sínum tíma en nú hafa þeir fengið nægju sína. Sem stendur ráðstafa sjóðirnir fjármagni sínu ýmist í lán til fasteignakaupa eða í fjárfestingar erlendis.“ Ný útlán lífeyrissjóða hafa aldrei verið meiri en þau námu ríflega 14,7 milljörðum í maí. Þá jukust erlendar eignir sjóðanna um þriðjung á milli maímánaða 2017 og 2018. Ásgeir segir að verðlækkanirnar megi einnig rekja til þess að markaðurinn þykist greina teikn á lofti um að hagkerfið sé að hægja á sér. Einnig sjáist af uppgjörum að miklar launahækkanir hafi dregið úr framlegð margra félaga. „Ég tel að það sé undirtónn í verðþróuninni ásamt háværum kröfum verkalýðsfélaga um áframhaldandi kauphækkanir þegar samningar losna í vetur.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira
Minnkandi umsvif lífeyrissjóða í Kauphöllinni eru á meðal ástæðna að baki verðlækkunum á innlendum hlutabréfum. Greint var frá því í Fréttablaðinu að hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá áramótum hafi gengið til baka. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir þróunina á hlutabréfamarkaðinum athyglisverða. „Líklegasta skýringin tengist flæði en innlendir fjárfestar hafa dregið umtalsvert úr umsvifum sínum á markaðinum,“ segir Valdimar. „Þá eru áhyggjur af kjarasamningsviðræðum í haust en það getur ekki útskýrt lækkanir á fyrirtækjum sem eru með hlutfallslega lágan launakostnað.“ Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, skýrir verðþróunina með svipuðum hætti „Lífeyrissjóðirnir komu inn með fjármagn á sínum tíma en nú hafa þeir fengið nægju sína. Sem stendur ráðstafa sjóðirnir fjármagni sínu ýmist í lán til fasteignakaupa eða í fjárfestingar erlendis.“ Ný útlán lífeyrissjóða hafa aldrei verið meiri en þau námu ríflega 14,7 milljörðum í maí. Þá jukust erlendar eignir sjóðanna um þriðjung á milli maímánaða 2017 og 2018. Ásgeir segir að verðlækkanirnar megi einnig rekja til þess að markaðurinn þykist greina teikn á lofti um að hagkerfið sé að hægja á sér. Einnig sjáist af uppgjörum að miklar launahækkanir hafi dregið úr framlegð margra félaga. „Ég tel að það sé undirtónn í verðþróuninni ásamt háværum kröfum verkalýðsfélaga um áframhaldandi kauphækkanir þegar samningar losna í vetur.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira