Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Bergþór Másson skrifar 22. júlí 2018 15:09 Herra Hnetusmjör og Joe Frazier saman á góðri stund. Vísir Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI. Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI.
Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist