R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 17:46 Síðast var R Kelly kærður fyrir kynferðisofbeldi í maí en hann var m.a. sakaður um að hafa vitandi smitað konu af Herpes-veirunni. Vísir/Getty Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018 MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018
MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00
R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09
R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27
Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24