Landeigendur vilja að Umhverfisstofnun loki gönguleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45