Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2018 07:00 Þær hafa sést nokkrar regnhlífarnar í Reykjavík í sumar. Fréttablaðið/Stefán Íslendingar hafa aldrei leitað meira að leitarorðum tengdum veðri, veðurspám og að norsku veðurfréttasíðunni yr.no á Google. Eða alltént ekki frá því að mælingar hófust. Þetta má sjá á Trends-hluta leitarvélarinnar vinsælu. Fólk á Suðurlandi og Norðvesturlandi virðist duglegast við leitirnar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða slæmt sumar í sögulegu samhengi. „Allavega hérna á Suður- og Vesturlandi. Það hefur verið talað um slæmt sumar. Verið sólarlítið og úrkomumikið á köflum og voðalega fáir hlýir dagar,“ segir hann. Sumarið segir Trausti að sé svolítil viðbrigði, sér í lagi fyrir þá sem yngri eru. „Af því það hafa ekki verið mörg svona sumur á seinni árum. En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndómsárunum. Maður var eiginlega farinn að sakna þeirra, allavega í mínu tilviki, og farinn að halda að maður fengi bara ekkert að upplifa svona aftur,“ segir Trausti en hann er fæddur árið 1951.Sjá einnig: Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Trausti birti á bloggi sínu í gær umfjöllun um sumarið í tilefni þess að fjórtán vikur væru nú af því liðnar. Sagði þar að þótt hlýindin á Austfjörðum yrðu að teljast óvenjuleg hafi verið svalt í höfuðborginni. Meðalhitinn þar á þessum fyrstu fjórtán vikum hafi aðeins verið 7,7 stig. Álíka kalt hafi verið 2015 en svo þurfi að fara allt aftur til 1993 til að finna svo lágan meðalhita á sama tíma. Úrkoman hafi svo verið enn meiri en kuldinn í höfuðborginni. Að því er kemur fram í færslunni mældust rúmlega 300 mm á þessum fjórtán vikum og hefur rigning aldrei mælst meiri á sama tíma. Næst á eftir koma svo þessar sömu fjórtán vikur árin 2014 og 1887 og mældist úrkoma þá 250 mm. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við ágætisveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálfskýjað. Víðast hvar annars staðar er álíka sögu að segja. Hlýjast verður á Austfjörðum, hæst tuttugu gráður, en svalast við Ísafjarðardjúp, allt niður að sjö gráðum. Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei leitað meira að leitarorðum tengdum veðri, veðurspám og að norsku veðurfréttasíðunni yr.no á Google. Eða alltént ekki frá því að mælingar hófust. Þetta má sjá á Trends-hluta leitarvélarinnar vinsælu. Fólk á Suðurlandi og Norðvesturlandi virðist duglegast við leitirnar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða slæmt sumar í sögulegu samhengi. „Allavega hérna á Suður- og Vesturlandi. Það hefur verið talað um slæmt sumar. Verið sólarlítið og úrkomumikið á köflum og voðalega fáir hlýir dagar,“ segir hann. Sumarið segir Trausti að sé svolítil viðbrigði, sér í lagi fyrir þá sem yngri eru. „Af því það hafa ekki verið mörg svona sumur á seinni árum. En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndómsárunum. Maður var eiginlega farinn að sakna þeirra, allavega í mínu tilviki, og farinn að halda að maður fengi bara ekkert að upplifa svona aftur,“ segir Trausti en hann er fæddur árið 1951.Sjá einnig: Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Trausti birti á bloggi sínu í gær umfjöllun um sumarið í tilefni þess að fjórtán vikur væru nú af því liðnar. Sagði þar að þótt hlýindin á Austfjörðum yrðu að teljast óvenjuleg hafi verið svalt í höfuðborginni. Meðalhitinn þar á þessum fyrstu fjórtán vikum hafi aðeins verið 7,7 stig. Álíka kalt hafi verið 2015 en svo þurfi að fara allt aftur til 1993 til að finna svo lágan meðalhita á sama tíma. Úrkoman hafi svo verið enn meiri en kuldinn í höfuðborginni. Að því er kemur fram í færslunni mældust rúmlega 300 mm á þessum fjórtán vikum og hefur rigning aldrei mælst meiri á sama tíma. Næst á eftir koma svo þessar sömu fjórtán vikur árin 2014 og 1887 og mældist úrkoma þá 250 mm. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við ágætisveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálfskýjað. Víðast hvar annars staðar er álíka sögu að segja. Hlýjast verður á Austfjörðum, hæst tuttugu gráður, en svalast við Ísafjarðardjúp, allt niður að sjö gráðum.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53