„Ég vil bara faðma hann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 11:47 Björgunaraðilar ferja fyrstu tvo drengina sem bjargað var úr hellinum um borð í þyrlu. Vísir/EPA Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum í Taílandi segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Adisak Wongsukchan er faðir hins fjórtán ára gamla Akarat Wongsukchan sem dvaldi í hellinum í sautján daga og var meðal þeirra sem komu út úr hellinum í fyrradag. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann bíður nú eftir leyfi til þess að hitta foreldra sína. Adisak dvaldi sem fyrr segir við hellinn ásamt öðrum foreldrum þar sem þeir biðu eftir fregnum. Í viðtali við CNN segist hann hafa haft miklar áhyggjur af því hvort að það tækist að bjarga strákunum, hvernig honum myndi líða í myrkrinu og hvort þeir hefðu vatn og mat til þess að næra sig.Þessar áhyggjur þurrkuðust þó út þegar syni hans og þeim sem eftir voru í hellinum var bjargað út, heilum á húfi. Er hópurinn allur í ágætu ásigkomulagi miðað við að hafa dvalið í helli allan þann tíma. Er þjálfaranum meðal annars þakkað fyrir hversu vel drengirnir eru á sig komnir.Varð eftir með foreldrum þeirra sem enn biðuÍ samtali við CNN segist Adisak vera gríðarlega þakklátur fyrir þá alþjóðlegu björgunaraðgerð sem farið var í til þess að finna og bjarga drengjunum. Þakkar hann taílenska konungnum og ríkisstjórninni fyrir hversu fljótt var gripið til aðgerða.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég sé hamingjusamur,“ sagði Adisak sem beið við hellinn ásamt foreldrum þeirra drengja sem bjargað var út í gær, þrátt fyrir að sonur hans væri þegar kominn út.„Ég lofaði hinum foreldrunum að við myndum bíða og fara saman frá hellinum. Ég ætlaði ekki að skilja þau eftir, við vorum í þessu saman,“ sagði Adisak.Þegar síðustu drengjunum og þjálfaranum var bjargað út hélt Adisak á spítalann í von um að sjá son sinn. Áður en hann yfirgaf svæðið þakkaði hann öllum þeim sem urðu á vegi hans og tóku þátt í björgunaraðgerðinni.Bíður hann nú eftir að læknar gefi grænt ljós á að hann fái að hitta son sinn.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég er hamingjusamur.“ Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum í Taílandi segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Adisak Wongsukchan er faðir hins fjórtán ára gamla Akarat Wongsukchan sem dvaldi í hellinum í sautján daga og var meðal þeirra sem komu út úr hellinum í fyrradag. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann bíður nú eftir leyfi til þess að hitta foreldra sína. Adisak dvaldi sem fyrr segir við hellinn ásamt öðrum foreldrum þar sem þeir biðu eftir fregnum. Í viðtali við CNN segist hann hafa haft miklar áhyggjur af því hvort að það tækist að bjarga strákunum, hvernig honum myndi líða í myrkrinu og hvort þeir hefðu vatn og mat til þess að næra sig.Þessar áhyggjur þurrkuðust þó út þegar syni hans og þeim sem eftir voru í hellinum var bjargað út, heilum á húfi. Er hópurinn allur í ágætu ásigkomulagi miðað við að hafa dvalið í helli allan þann tíma. Er þjálfaranum meðal annars þakkað fyrir hversu vel drengirnir eru á sig komnir.Varð eftir með foreldrum þeirra sem enn biðuÍ samtali við CNN segist Adisak vera gríðarlega þakklátur fyrir þá alþjóðlegu björgunaraðgerð sem farið var í til þess að finna og bjarga drengjunum. Þakkar hann taílenska konungnum og ríkisstjórninni fyrir hversu fljótt var gripið til aðgerða.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég sé hamingjusamur,“ sagði Adisak sem beið við hellinn ásamt foreldrum þeirra drengja sem bjargað var út í gær, þrátt fyrir að sonur hans væri þegar kominn út.„Ég lofaði hinum foreldrunum að við myndum bíða og fara saman frá hellinum. Ég ætlaði ekki að skilja þau eftir, við vorum í þessu saman,“ sagði Adisak.Þegar síðustu drengjunum og þjálfaranum var bjargað út hélt Adisak á spítalann í von um að sjá son sinn. Áður en hann yfirgaf svæðið þakkaði hann öllum þeim sem urðu á vegi hans og tóku þátt í björgunaraðgerðinni.Bíður hann nú eftir að læknar gefi grænt ljós á að hann fái að hitta son sinn.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég er hamingjusamur.“
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27