Bein útsending: Trump og Pútín ræða við fréttamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júlí 2018 13:19 Trump og Pútín tókust í hendur og ræddu stuttlega við fréttamenn fyrir fund þeirra. Vísir/Getty Áætlað er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, muni ræða við fréttamenn að loknum fundi þeirra í Helsinki sem hófst fyrir hádegi að íslenskum tíma. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum að neðan auk þess sem að fylgst verður með honum í beinni textalýsingu. Fundi forsetanna hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda talsverð spenna á milli ríkjanna tveggja, ekki síst í ljósi ásakana um að Rússar hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump kom til Helsinki í morgun en Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun og seinkaði fundinum af þeim ástæðum. Því má jafn vel búast við því að blaðamannafundinum seinki eitthvað, en samkvæmt áætlun á hann að hefjast klukkan 13.50 að íslenskum tíma. Líkt og fyrr segir má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan og þar fyrir neðan verður því sem þar fram kemur lýst í beinni textalýsingu.
Áætlað er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, muni ræða við fréttamenn að loknum fundi þeirra í Helsinki sem hófst fyrir hádegi að íslenskum tíma. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum að neðan auk þess sem að fylgst verður með honum í beinni textalýsingu. Fundi forsetanna hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda talsverð spenna á milli ríkjanna tveggja, ekki síst í ljósi ásakana um að Rússar hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump kom til Helsinki í morgun en Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun og seinkaði fundinum af þeim ástæðum. Því má jafn vel búast við því að blaðamannafundinum seinki eitthvað, en samkvæmt áætlun á hann að hefjast klukkan 13.50 að íslenskum tíma. Líkt og fyrr segir má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan og þar fyrir neðan verður því sem þar fram kemur lýst í beinni textalýsingu.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00
Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20