Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 16:30 Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. „Þetta er eiginlega klikkun. Var einn furðulegasti golfhringur sem ég hef spilað, einn sá skemmtilegasti líka. Ég var ekkert að pæla í skorinu. Það var mikið af mjög góðum höggum og nokkur léleg,“ sagði Haraldur við Þorstein Hallgrímsson að loknum fyrsta hring í Skotlandi í dag. „Það var mjög gott veður í dag, algjör draumur. En þeir settu pinnastaðsetningar svolítið erfiðar og ég var með frekar varkárt gameplan,“ sagði Haraldur en púttin voru oft aðeins að bregðast honum í dag, sérstaklega á fyrri níu, eftir fín högg.Haraldur fékk fimm fugla á seinni níu holunum, holum sem eru taldar með þeim erfiðustu á öllum tíu völlunum sem Opna breska er spilað á. „Varkárt af teig. Við vorum aldrei þannig séð að spá í pinnastaðsetningu og slá á pinna, það voru bara nokkur högg sem við slóum á pinnan. Svo datt pútterinn í gírinn þarna á seinni.“ Haraldur er í fínni stöðu fyrir annan dag á morgun, hann endaði jafn í 68. sæti þegar hann lauk leik. Þó eiga margir kylfingar enn eftir að ljúka leik. „Ég var svo stressaður að hvert einasta bein skalf í líkamanum. Ég vissi ekki hvort ég gæti hitt kúluna.“ Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótum í karlagolfinu og það elsta, mótið í ár er 147. Opna mótið.Haraldur á hringnum í dagvísir/friðrik„Þetta er ógeðslega gaman, ég get ekki útskýrt það á nokkurn annan hátt. Þetta er meira en ég bjóst við, og ég var með háar væntingar,“ sagði Haraldur Franklín Magnús. Vísir er með beinar textalýsingar af hringjum Haralds á mótinu og sýnt er beint frá mótinu alla helgina á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. „Þetta er eiginlega klikkun. Var einn furðulegasti golfhringur sem ég hef spilað, einn sá skemmtilegasti líka. Ég var ekkert að pæla í skorinu. Það var mikið af mjög góðum höggum og nokkur léleg,“ sagði Haraldur við Þorstein Hallgrímsson að loknum fyrsta hring í Skotlandi í dag. „Það var mjög gott veður í dag, algjör draumur. En þeir settu pinnastaðsetningar svolítið erfiðar og ég var með frekar varkárt gameplan,“ sagði Haraldur en púttin voru oft aðeins að bregðast honum í dag, sérstaklega á fyrri níu, eftir fín högg.Haraldur fékk fimm fugla á seinni níu holunum, holum sem eru taldar með þeim erfiðustu á öllum tíu völlunum sem Opna breska er spilað á. „Varkárt af teig. Við vorum aldrei þannig séð að spá í pinnastaðsetningu og slá á pinna, það voru bara nokkur högg sem við slóum á pinnan. Svo datt pútterinn í gírinn þarna á seinni.“ Haraldur er í fínni stöðu fyrir annan dag á morgun, hann endaði jafn í 68. sæti þegar hann lauk leik. Þó eiga margir kylfingar enn eftir að ljúka leik. „Ég var svo stressaður að hvert einasta bein skalf í líkamanum. Ég vissi ekki hvort ég gæti hitt kúluna.“ Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótum í karlagolfinu og það elsta, mótið í ár er 147. Opna mótið.Haraldur á hringnum í dagvísir/friðrik„Þetta er ógeðslega gaman, ég get ekki útskýrt það á nokkurn annan hátt. Þetta er meira en ég bjóst við, og ég var með háar væntingar,“ sagði Haraldur Franklín Magnús. Vísir er með beinar textalýsingar af hringjum Haralds á mótinu og sýnt er beint frá mótinu alla helgina á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira