Íslendingur lést á flótta undan lögreglu í Taílandi Bergþór Másson skrifar 2. júlí 2018 17:46 Taílenskt ökuskírteini Davíðs. ViralPress Sextugur íslenskur karlmaður er sagður hafa látist í bílsslysi í Taílandi á flótta frá lögreglu á fimmtudaginn. Í bílnum fundust 80 metamfetamín pillur, sjö pokar af kókaíni og stór poki fylltur af kannabisefnum. Maðurinn heitir Davíð Jónsson en gengur einnig undir nafninu David Sewell. Breska dagblaðið Daily Mail fjallaði um málið á laugardaginn á þeim forsendum að breskur ríkisborgari sem lifði tvöföldu lífi hefði látist í bílslysi. Í framhaldinu greindi Eiríkur Jónsson frá því að um Íslending var að ræða. Það hefur Vísir fengið staðfest. Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Davíðs gekk hann í Menntaskólann í Reykjavík á sínum yngri árum. Davíð segist vera sjálfstætt starfandi á Facebook síðu sinni en þegar hann bjó á Íslandi var hann meðal annars markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Sterío 895. Daily Mail segir að Davíð hafi átt taílenska eiginkonu og saman hafi þau átt dóttur. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafi borist beiðni um aðstoð vegna dauðfalls í Taílandi. Daily Mail heldur því fram að Davíð hafi stundað umsvifamikla eiturlyfjasölu og kúnnahópur hans hafi aðallega verið eldri borgarar. Samferðamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið tjáði Vísi að Davíð hefði verið ljúfur náungi. Hann hefði aðhyllst búddatrú en átt í erfiðri baráttu við áfengi. Davíð er sagður hafa látist þegar hann keyrði bíl sinn inn í vörubíl á flótta undan lögreglu. Að neðan má sjá myndband sem Daily Mail birtir frá vettvangi slyssins. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Sjá meira
Sextugur íslenskur karlmaður er sagður hafa látist í bílsslysi í Taílandi á flótta frá lögreglu á fimmtudaginn. Í bílnum fundust 80 metamfetamín pillur, sjö pokar af kókaíni og stór poki fylltur af kannabisefnum. Maðurinn heitir Davíð Jónsson en gengur einnig undir nafninu David Sewell. Breska dagblaðið Daily Mail fjallaði um málið á laugardaginn á þeim forsendum að breskur ríkisborgari sem lifði tvöföldu lífi hefði látist í bílslysi. Í framhaldinu greindi Eiríkur Jónsson frá því að um Íslending var að ræða. Það hefur Vísir fengið staðfest. Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Davíðs gekk hann í Menntaskólann í Reykjavík á sínum yngri árum. Davíð segist vera sjálfstætt starfandi á Facebook síðu sinni en þegar hann bjó á Íslandi var hann meðal annars markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Sterío 895. Daily Mail segir að Davíð hafi átt taílenska eiginkonu og saman hafi þau átt dóttur. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafi borist beiðni um aðstoð vegna dauðfalls í Taílandi. Daily Mail heldur því fram að Davíð hafi stundað umsvifamikla eiturlyfjasölu og kúnnahópur hans hafi aðallega verið eldri borgarar. Samferðamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið tjáði Vísi að Davíð hefði verið ljúfur náungi. Hann hefði aðhyllst búddatrú en átt í erfiðri baráttu við áfengi. Davíð er sagður hafa látist þegar hann keyrði bíl sinn inn í vörubíl á flótta undan lögreglu. Að neðan má sjá myndband sem Daily Mail birtir frá vettvangi slyssins.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Sjá meira