Hryðjuverkasamtök banna einnota plastpoka í Sómalíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:14 Al Kaída samtökin hafa kennt sig við umhverfisvernd nánast frá upphafi Vísir/Getty Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt. Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt.
Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00
Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32
Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent