Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 21:15 Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar. Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar.
Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45