160 milljörðum króna varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2018 19:51 Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára. Fréttablaðið/Ernir Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15