Vondu útlendingalögin Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 21. maí 2018 18:49 Við upphaf árs 2017 tóku gildi ný útlendingalög. Strax í upphafi voru þau gagnrýnd fyrir að vera óvönduð og hefur gagnrýninni verið gefið vægi með þeirri staðreynd að á hinum stutta tíma frá samþykkt laganna hafa fimm breytingar á þeim tekið gildi. Þegar ég vann hjá kærunefnd útlendingamála, og á meðan lögunum hafði aðeins verið breytt einu sinni, vakti ég athygli galla, að mínu mati alvarlegum, í einu ákvæði þeirra. Mér var tjáð að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málaflokkinn, væri meðvitað um gallann. Fjórum stórum breytingum síðar stendur ákvæðið þó enn óbreytt. Í 4. mgr. 31. gr. eldri útlendingalaga var kveðið á um að synjun á tilteknum dvalarleyfum sé ekki heimilt að framkvæma nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Ákvæðið var fært orðrétt yfir í 4. mgr. 103. gr. hinna nýju laga en í meðför allsherjar- og menntamálanefndar var orðalagi þess breytt þannig að í stað þess að synjun komi ekki til framkvæmda nema að gefnum kosti á kæru segir nú að ekki sé heimilt að synja tilgreindri tegund umsókna nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Felld voru út orðin um framkvæmd og þannig voru lögin samþykkt. Synjun og framkvæmd synjunar eru aðskildir hlutir. Hinn fyrri vísar til töku ákvörðunar og hinn síðari til réttaráhrifanna sem ákvörðuninni fylgja. Í nýja ákvæðinu er því til staðar lögfræðilegur ómöguleiki. Ekki er hægt að kæra ákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin og samkvæmt ákvæðinu er ekki heimilt að taka ákvörðunina fyrr en gefinn hefur verið kostur á að kæra hana. Réttasta túlkun ákvæðisins samkvæmt orðalagi er að þar sem skilyrðið í niðurlagi málsliðarins er aldrei uppfyllt sé jafn framt aldrei heimilt að synja fólki um dvalarleyfi. Bersýnilega var þetta ekki markmið löggjafarinnar og því er um galla í lögunum að ræða. Við venjulegar kringumstæður lenda mistök sem þessi að endingu fyrir dómstólum ef ekki er úr þeim bætt með frumvarpi frá viðeigandi ráðherra. Hér kemur annað til skoðunar og það er hin sérkennilega staða að þegar umsókn um dvalarleyfi hefur verið synjað og umsækjanda vísað frá landi þá er ekki hlaupið að því fyrir viðkomandi að reka hér dómsmál. Af þeirri ástæðu er ólíklegt að einhver sem hefur hagsmuna að gæta muni láta reyna á ákvæðið og enn ríkari skylda til staðar fyrir ráðherra að útiloka réttaróvissu og leiðrétta lögin. Farsælast er að frumkvæðið að breytingum sem þessum stafi frá ráðherra málaflokksins og til marks um óvandaða stjórnhætti að gölluð lög séu látin standa óbreytt löngu eftir að ráðuneytið varð meðvitað um mistök við gerð þeirra. Sér í lagi þar sem gallinn sem hér var fjallað um er langt frá því að vera eini gallinn í útlendingalögum. Mistök sem þessi setja bæði starfsfólk stofnananna, sem starfa við beitingu þeirra, í óþægilega stöðu og skapa réttaróvissu fyrir fólk sem vegna stöðu sinnar hefur ekki tök á að gæta réttar síns fyrir dómi. Ég skora á ráðherra að láta sig málaflokkinn varða og beita sér strax fyrir leiðréttingu hinna gölluðu laga. Höfundur er lögfræðingur og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Við upphaf árs 2017 tóku gildi ný útlendingalög. Strax í upphafi voru þau gagnrýnd fyrir að vera óvönduð og hefur gagnrýninni verið gefið vægi með þeirri staðreynd að á hinum stutta tíma frá samþykkt laganna hafa fimm breytingar á þeim tekið gildi. Þegar ég vann hjá kærunefnd útlendingamála, og á meðan lögunum hafði aðeins verið breytt einu sinni, vakti ég athygli galla, að mínu mati alvarlegum, í einu ákvæði þeirra. Mér var tjáð að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málaflokkinn, væri meðvitað um gallann. Fjórum stórum breytingum síðar stendur ákvæðið þó enn óbreytt. Í 4. mgr. 31. gr. eldri útlendingalaga var kveðið á um að synjun á tilteknum dvalarleyfum sé ekki heimilt að framkvæma nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Ákvæðið var fært orðrétt yfir í 4. mgr. 103. gr. hinna nýju laga en í meðför allsherjar- og menntamálanefndar var orðalagi þess breytt þannig að í stað þess að synjun komi ekki til framkvæmda nema að gefnum kosti á kæru segir nú að ekki sé heimilt að synja tilgreindri tegund umsókna nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Felld voru út orðin um framkvæmd og þannig voru lögin samþykkt. Synjun og framkvæmd synjunar eru aðskildir hlutir. Hinn fyrri vísar til töku ákvörðunar og hinn síðari til réttaráhrifanna sem ákvörðuninni fylgja. Í nýja ákvæðinu er því til staðar lögfræðilegur ómöguleiki. Ekki er hægt að kæra ákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin og samkvæmt ákvæðinu er ekki heimilt að taka ákvörðunina fyrr en gefinn hefur verið kostur á að kæra hana. Réttasta túlkun ákvæðisins samkvæmt orðalagi er að þar sem skilyrðið í niðurlagi málsliðarins er aldrei uppfyllt sé jafn framt aldrei heimilt að synja fólki um dvalarleyfi. Bersýnilega var þetta ekki markmið löggjafarinnar og því er um galla í lögunum að ræða. Við venjulegar kringumstæður lenda mistök sem þessi að endingu fyrir dómstólum ef ekki er úr þeim bætt með frumvarpi frá viðeigandi ráðherra. Hér kemur annað til skoðunar og það er hin sérkennilega staða að þegar umsókn um dvalarleyfi hefur verið synjað og umsækjanda vísað frá landi þá er ekki hlaupið að því fyrir viðkomandi að reka hér dómsmál. Af þeirri ástæðu er ólíklegt að einhver sem hefur hagsmuna að gæta muni láta reyna á ákvæðið og enn ríkari skylda til staðar fyrir ráðherra að útiloka réttaróvissu og leiðrétta lögin. Farsælast er að frumkvæðið að breytingum sem þessum stafi frá ráðherra málaflokksins og til marks um óvandaða stjórnhætti að gölluð lög séu látin standa óbreytt löngu eftir að ráðuneytið varð meðvitað um mistök við gerð þeirra. Sér í lagi þar sem gallinn sem hér var fjallað um er langt frá því að vera eini gallinn í útlendingalögum. Mistök sem þessi setja bæði starfsfólk stofnananna, sem starfa við beitingu þeirra, í óþægilega stöðu og skapa réttaróvissu fyrir fólk sem vegna stöðu sinnar hefur ekki tök á að gæta réttar síns fyrir dómi. Ég skora á ráðherra að láta sig málaflokkinn varða og beita sér strax fyrir leiðréttingu hinna gölluðu laga. Höfundur er lögfræðingur og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar