Konur 65 prósent borgarfulltrúa Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 09:20 Oddvitar flokkanna sem náðu inn manni í borgarstjórn eru flestir konur. Á mynd sjást oddvitarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir sem allar voru kosnar inn í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Fimmtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum í Reykjavík, eða 65,2%, eru konur. Hlutfall kvenna eykst töluvert frá því í síðustu kosningum en síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994.Sjá einnig: Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru konur en þær Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðarfóttir, Marta Guðjónsdóttir og Katrín Atladóttir voru allar kosnar inn í borgarstjórn. Þá eru jafnmargar konur úr Samfylkingunni, eða fjórar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir. Allir fulltrúar flokkanna sem náðu einum manni inn í borgarstjórn eru konur en það eru þær Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokknum, Sanna Magdalena Mörtudóttur úr Sósíalistaflokknum, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Líf Magneudóttir úr Vinstri grænum. Báðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn eru konur, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, og þá er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir önnur af tveimur fulltrúum Viðreisnar.Sjálfstæðiskonurnar sem komust inn í borgarstjórn, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og Valgerður Sigurðardóttir, sjást hér fagna góðum árangri ásamt Sjálfstæðiskörlunum Eyþóri Arnalds, Agli Þór Jónssyni, Erni Þórðarsyni og Birni Gíslasyni.Vísir/VilhelmÞetta er töluverð aukning frá því í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þá voru sjö af fimmtán kjörnum borgarfulltrúum konur eða 46,7%. Árið 2013 varð hlutfall kvenna í borgarstjórn það hæsta í 19 ár þegar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók við af Gísla Marteini Baldurssyni. Þá höfðu konur aðeins einu sinni áður verið fleiri en karlar í borgarstjórn, árið 1994. Hlutfall kvenna er mismunandi eftir sveitarfélögum en í Hafnarfirði eru fimm af ellefu bæjarfulltrúum konur, í Mosfellsbæ eru konur tvær af níu fulltrúum, á Seltjarnarnesi eru þær þrjár af sjö, í Reykjanesbæ fimm af ellefu og á Akureyri sex af ellefu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Fimmtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum í Reykjavík, eða 65,2%, eru konur. Hlutfall kvenna eykst töluvert frá því í síðustu kosningum en síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994.Sjá einnig: Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru konur en þær Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðarfóttir, Marta Guðjónsdóttir og Katrín Atladóttir voru allar kosnar inn í borgarstjórn. Þá eru jafnmargar konur úr Samfylkingunni, eða fjórar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir. Allir fulltrúar flokkanna sem náðu einum manni inn í borgarstjórn eru konur en það eru þær Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokknum, Sanna Magdalena Mörtudóttur úr Sósíalistaflokknum, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Líf Magneudóttir úr Vinstri grænum. Báðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn eru konur, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, og þá er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir önnur af tveimur fulltrúum Viðreisnar.Sjálfstæðiskonurnar sem komust inn í borgarstjórn, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og Valgerður Sigurðardóttir, sjást hér fagna góðum árangri ásamt Sjálfstæðiskörlunum Eyþóri Arnalds, Agli Þór Jónssyni, Erni Þórðarsyni og Birni Gíslasyni.Vísir/VilhelmÞetta er töluverð aukning frá því í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þá voru sjö af fimmtán kjörnum borgarfulltrúum konur eða 46,7%. Árið 2013 varð hlutfall kvenna í borgarstjórn það hæsta í 19 ár þegar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók við af Gísla Marteini Baldurssyni. Þá höfðu konur aðeins einu sinni áður verið fleiri en karlar í borgarstjórn, árið 1994. Hlutfall kvenna er mismunandi eftir sveitarfélögum en í Hafnarfirði eru fimm af ellefu bæjarfulltrúum konur, í Mosfellsbæ eru konur tvær af níu fulltrúum, á Seltjarnarnesi eru þær þrjár af sjö, í Reykjanesbæ fimm af ellefu og á Akureyri sex af ellefu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44