Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 14:06 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira