Pálmi Rafn um nýju regluna: „Helvíti pirrandi þegar hálf deildin verður í banni í júlí“ Þór Símon Hafþórsson skrifar 12. maí 2018 16:54 Pálmi Rafn Pálmason hefur skorað í öllum þremur leikjum KR til þessa Vísir/Bára „Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
„Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira