Björguðu flugmanni sem sogaðist út úr vélinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2018 06:41 Tækjabúnaður vélarinnar skaddaðist mikið en aðstoðarflugmaðurinn slapp með skrámur. Weibo Flugvél á vegum kínverska flugfélagsins Sichuan Airlines þurfti að nauðlenda í gær eftir að aðstoðarflugmaður „sogaðist“ nánast allur út úr vélinni. Haft er eftir flugmanni vélarinnar í þarlendum miðlum að rúða flugstjórnarklefans hafi brotnað þegar vélin var í 32 þúsund feta hæð. Flugmaðurinn Liu Chuanjian, sem hrósað hefur verið fyrir mikla hetjudáð, segir að skömmu áður en rúðan gaf sig hafi heyrst ærandi hljóð í flugstjórnarklefanum. Loftþrýstingur og hitastig klefans hafi lækkað hratt og áður en hann vissi af var rúðan á bak og burt. „Það voru engin varúðarmerki. Rúðan brotnaði allt í einu með háum hvelli. Áður en ég veit af er aðstoðarflugmaðurinn kominn hálfur út úr vélinni,“ segir Liu. „Allt í flugstjórnarklefanum var í lausu lofti. Nánast allur búnaðurinn lét ekki að stjórn, ég heyrði ekki í talstöðinni. Vélin hristist svo mikið að ég gat ekki einu sinni lesið á mælana.“ Áhafnarmeðlimum tókst að draga aðstoðarflugmanninn, sem sagður er hafa verið í sætisbelti, aftur inn í vélina. Hann slapp með minniháttarmeiðsl, rétt eins og flugþjónn sem aðstoðaði við björgunina. Yfirflugmanninum tókst að lenda vélinni stórslysalaust og allir 119 farþegarnir sluppu ómeiddir. Málið er nú til rannsóknar af kínverskum flugstjórnaryfirvöldum. Þó svo að það þekkist að fugla eða eldingar hafi eyðilagt rúður í flugstjórnarklefum telst það sjaldgæft að rúðurnar losni af í heilu lagi eins og gerðist í þessu tilfelli. Fréttir af flugi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Flugvél á vegum kínverska flugfélagsins Sichuan Airlines þurfti að nauðlenda í gær eftir að aðstoðarflugmaður „sogaðist“ nánast allur út úr vélinni. Haft er eftir flugmanni vélarinnar í þarlendum miðlum að rúða flugstjórnarklefans hafi brotnað þegar vélin var í 32 þúsund feta hæð. Flugmaðurinn Liu Chuanjian, sem hrósað hefur verið fyrir mikla hetjudáð, segir að skömmu áður en rúðan gaf sig hafi heyrst ærandi hljóð í flugstjórnarklefanum. Loftþrýstingur og hitastig klefans hafi lækkað hratt og áður en hann vissi af var rúðan á bak og burt. „Það voru engin varúðarmerki. Rúðan brotnaði allt í einu með háum hvelli. Áður en ég veit af er aðstoðarflugmaðurinn kominn hálfur út úr vélinni,“ segir Liu. „Allt í flugstjórnarklefanum var í lausu lofti. Nánast allur búnaðurinn lét ekki að stjórn, ég heyrði ekki í talstöðinni. Vélin hristist svo mikið að ég gat ekki einu sinni lesið á mælana.“ Áhafnarmeðlimum tókst að draga aðstoðarflugmanninn, sem sagður er hafa verið í sætisbelti, aftur inn í vélina. Hann slapp með minniháttarmeiðsl, rétt eins og flugþjónn sem aðstoðaði við björgunina. Yfirflugmanninum tókst að lenda vélinni stórslysalaust og allir 119 farþegarnir sluppu ómeiddir. Málið er nú til rannsóknar af kínverskum flugstjórnaryfirvöldum. Þó svo að það þekkist að fugla eða eldingar hafi eyðilagt rúður í flugstjórnarklefum telst það sjaldgæft að rúðurnar losni af í heilu lagi eins og gerðist í þessu tilfelli.
Fréttir af flugi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira