Þegar brestur og brotnar - verður úr að bæta Edith Alvarsdóttir skrifar 15. maí 2018 09:56 Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í heilbrigðiskerfi þar sem fólk bíður úrlausnar, er geymt, gleymt eða er vannært. Aldraðir eru þeir sem hafa byggt samfélagið upp með blóði, svita og tárum. Þeirra verðlaun eiga að vera virðing, umönnun og þakklæti. Er reyndin sú? Við heyrum um að aldraðir séu vannærðir, afskiptir, gleymdir á biðlistum, jafnvel fluttir hreppaflutningum milli landshluta eins og niðursetningar. Þegar kemur að málefnum aldraðra er yfirleitt rætt um hversu dýrt kerfið sé. Þessir einstaklingar hafa greitt skatta og skyldur allt sitt líf. Mikill skortur er á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, biðlistarnir lengjast og biðtíminn einnig. Sérhver skattgreiðandi greiðir 11 þúsund á ári í framkvæmdasjóð aldraðra, þetta eru rúmir tveir milljarðar á ári. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Féð úr honum skal varið til byggingar stofnana fyrir aldraða. Hvers vegna er þá ástandið í öldrunarmálum eins og það er? Hvert fara þessir fjármunir sem eru eyrnamerktir í þágu aldraðra? Hefur Reykjavíkurborg ekkert samráð? Eitt af því sem lítið hefur verið hugað að og má vart ræða, er hversu margir starfsmenn á öldurnar- eða hjúkrunarheimilum eru af erlendu bergi brotnir. Þetta er að öllu jöfnu réttlætt með þeim orðum að það fáist ekki íslenskt starfsfólk, því það vilji ekki vinna þessi störf eða launin séu svo lág. Ekki hefur þó mikið verið rætt um að gera kröfur eða hækka launin. Hvað þá hvort það sé eldri borgurum samboðið að inn á heimilum þeirra sé starfsfólk sem það skilur ekki eða öfugt. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að þeir sem starfi við umönnun tali íslensku? Hvers vegna er ekki öllum umönnunaraðilum boðið upp á íslenskunám í vinnutímanum?Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í heilbrigðiskerfi þar sem fólk bíður úrlausnar, er geymt, gleymt eða er vannært. Aldraðir eru þeir sem hafa byggt samfélagið upp með blóði, svita og tárum. Þeirra verðlaun eiga að vera virðing, umönnun og þakklæti. Er reyndin sú? Við heyrum um að aldraðir séu vannærðir, afskiptir, gleymdir á biðlistum, jafnvel fluttir hreppaflutningum milli landshluta eins og niðursetningar. Þegar kemur að málefnum aldraðra er yfirleitt rætt um hversu dýrt kerfið sé. Þessir einstaklingar hafa greitt skatta og skyldur allt sitt líf. Mikill skortur er á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, biðlistarnir lengjast og biðtíminn einnig. Sérhver skattgreiðandi greiðir 11 þúsund á ári í framkvæmdasjóð aldraðra, þetta eru rúmir tveir milljarðar á ári. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Féð úr honum skal varið til byggingar stofnana fyrir aldraða. Hvers vegna er þá ástandið í öldrunarmálum eins og það er? Hvert fara þessir fjármunir sem eru eyrnamerktir í þágu aldraðra? Hefur Reykjavíkurborg ekkert samráð? Eitt af því sem lítið hefur verið hugað að og má vart ræða, er hversu margir starfsmenn á öldurnar- eða hjúkrunarheimilum eru af erlendu bergi brotnir. Þetta er að öllu jöfnu réttlætt með þeim orðum að það fáist ekki íslenskt starfsfólk, því það vilji ekki vinna þessi störf eða launin séu svo lág. Ekki hefur þó mikið verið rætt um að gera kröfur eða hækka launin. Hvað þá hvort það sé eldri borgurum samboðið að inn á heimilum þeirra sé starfsfólk sem það skilur ekki eða öfugt. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að þeir sem starfi við umönnun tali íslensku? Hvers vegna er ekki öllum umönnunaraðilum boðið upp á íslenskunám í vinnutímanum?Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun