Kæru Íslendingar, verndið villta laxastofna Kurt Beardslee skrifar 25. apríl 2018 07:00 Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar