Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 14:25 Lögin voru samþykkt á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Alþingi samþykkti í dag lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þessari lagasetningu er fagnað því að með henni eru margvísleg mannréttindi fatlaðs fólks mun betur tryggð en í núgildandi lögum. Má þar nefna réttindi og vernd fatlaðra barna, rétt til sjálfstæðs lífs m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), réttinn til að ráða búsetu sinni, skyldur stjórnvalda til samráðs við fatlað fólk og samtök sem standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks, einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir, rétt til frístundaþjónustu, kröfur til hæfni starfsfólks o.fl. Þroskahjálp tekur fram að fyrstu grein laganna, sem hefur yfirskriftina Markmið, séu mörg mjög mikilvæg ákvæði sem eiga að vera leiðarljós við framfylgd þeirra á öllum sviðum. Þar segir m.a. við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Meðal þeirra sem fögnuðu lögunum í dag eru systurnar Áslaug Arna og Nína Kristín Sigurbjörnsdætur.Það er mér mjög merkilegt og einstaklega ánægjulegt að greiða atkvæði með frumvarpi í dag um notendastýrða þjónustu við fatlað fólk.Systir mín hefur notið þessarar þjónustu sem mamma mín barðist svo heitt fyrir svo að dóttir sín gæti lifað sjálfstæðu lífi pic.twitter.com/UJ2AOOuqmA— Áslaug Arna (@aslaugarna) April 26, 2018 Hversu miklum ávinningi þessi nýju lög skila fyrir fatlað fólk og til að tryggja því mannréttindi og raunverulegt jafnrétti er mjög mikið undir því komið að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga taki þessa skyldu sína til að hafa samninginn ávallt sem mælikvarða á það sem þau gera eða gera ekki. Landssamtökin Þroskahjálp telja að með þessum nýju lögum sé komið gott tæki til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks miklu betur en nú er gert, til að auka lífsgæði þess og veita því ýmis tækifæri sem það fer nú allt of oft á mis en flestir telja sjálfsögð í sínu lífi. Það mun þó ekki gerast nema ríkið og sveitarfélögin nýti þetta tæki eins og til er ætlast. Landssamtökin Þroskahjálp skora því á stjórnvöld að sýna nú í verki vilja og metnað til að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra. Þroskahjálp mun fylgjast náið með því hver framkvæmd laganna verður og býðst nú sem fyrr til að koma að því mikilvæga verkefni með stjórnvöldum sem hafa kjark til að gera það sem rétt og skylt er, þ.e. að forgangsraða í þágu mannréttinda. Tengdar fréttir NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þessari lagasetningu er fagnað því að með henni eru margvísleg mannréttindi fatlaðs fólks mun betur tryggð en í núgildandi lögum. Má þar nefna réttindi og vernd fatlaðra barna, rétt til sjálfstæðs lífs m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), réttinn til að ráða búsetu sinni, skyldur stjórnvalda til samráðs við fatlað fólk og samtök sem standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks, einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir, rétt til frístundaþjónustu, kröfur til hæfni starfsfólks o.fl. Þroskahjálp tekur fram að fyrstu grein laganna, sem hefur yfirskriftina Markmið, séu mörg mjög mikilvæg ákvæði sem eiga að vera leiðarljós við framfylgd þeirra á öllum sviðum. Þar segir m.a. við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Meðal þeirra sem fögnuðu lögunum í dag eru systurnar Áslaug Arna og Nína Kristín Sigurbjörnsdætur.Það er mér mjög merkilegt og einstaklega ánægjulegt að greiða atkvæði með frumvarpi í dag um notendastýrða þjónustu við fatlað fólk.Systir mín hefur notið þessarar þjónustu sem mamma mín barðist svo heitt fyrir svo að dóttir sín gæti lifað sjálfstæðu lífi pic.twitter.com/UJ2AOOuqmA— Áslaug Arna (@aslaugarna) April 26, 2018 Hversu miklum ávinningi þessi nýju lög skila fyrir fatlað fólk og til að tryggja því mannréttindi og raunverulegt jafnrétti er mjög mikið undir því komið að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga taki þessa skyldu sína til að hafa samninginn ávallt sem mælikvarða á það sem þau gera eða gera ekki. Landssamtökin Þroskahjálp telja að með þessum nýju lögum sé komið gott tæki til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks miklu betur en nú er gert, til að auka lífsgæði þess og veita því ýmis tækifæri sem það fer nú allt of oft á mis en flestir telja sjálfsögð í sínu lífi. Það mun þó ekki gerast nema ríkið og sveitarfélögin nýti þetta tæki eins og til er ætlast. Landssamtökin Þroskahjálp skora því á stjórnvöld að sýna nú í verki vilja og metnað til að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra. Þroskahjálp mun fylgjast náið með því hver framkvæmd laganna verður og býðst nú sem fyrr til að koma að því mikilvæga verkefni með stjórnvöldum sem hafa kjark til að gera það sem rétt og skylt er, þ.e. að forgangsraða í þágu mannréttinda.
Tengdar fréttir NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00