Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 15:05 Mikill viðbúnaður var í Salisbury eftir eiturárásina 4. mars. Lögreglumaður veiktist heiftarleg og tugir manna leituðu á sjúkrahús. Vísir/AFP Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00