Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 16:30 Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. Vísir/AFP Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss. Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss.
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent