„Þvæla“ að hækkun hámarkshraða leiði til færri slysa Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2018 22:15 Ef ökumenn sjá ekki fram á að ná yfir gatnamót áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr þverstæðri mega þeir ekki aka inn á gatnamótin. Vísir/Vilhelm Beint samhengi er á milli umferðarhraða og fleiri slysa inni í borgum. Samgönguverkfræðingur kallar fullyrðingar bílablaðamanns Fréttablaðsins um það gagnstæða „þvælu“. Uppákoma í umferðinni sem blaðamaðurinn var sektaður fyrir í morgun sýni tilganginn með umferðarreglunum sem hann braut. Vísir sagði frá óánægju Finns Orra Thorlacius, bílablaðamanns Fréttablaðsins, með umferðarsekt sem hann fékk á Miklubrautinni í morgun. Finnur hafði þá ekið inn á forgangsakrein fyrir strætó, leigubíla og neyðarbíla vegna þess að hann var stopp inni á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut vegna umferðarteppu á undan honum. Fékk hann 5.000 króna sekt ásamt ellefu öðrum ökumönnum. Í samtali við blaðamann Vísis í morgun var Finnur Orri ekki aðeins ósáttur við sérakreinar fyrir forgangsakstur heldur gagnrýndi hann það sem hann kallaði úrelt lög um hámarkshraða. Fullyrti hann að þar sem hámarkshraði hafi verið hækkaður hafi umferðarslysum fækkað. Lögin væru úrelt þar sem bæði vegakerfi og bílar væru orðnir betri.Ekki sama hraðbraut og stofnbraut inni í borg Enginn fótur er þó fyrir fullyrðingu bílablaðamannsins um tengsl hærri hámarkshraða og færri slysa við þær aðstæður sem eru á Miklubrautinni, að sögn Lilju Guðríðar Karlsdóttur, samgönguverkfræðings. Sambandið er í reynd þveröfugt. „Það er bara þvæla. Hann er ábyggilega vísa í að á hraðbrautum þar sem þú ert ekki með neitt annað, þó svo hraðinn sé meiri þá færðu ekki endilega meiri slys,“ segir hún. Því sé hins vegar ekki að heilsa á Miklubrautinni sem liggur í gegnum kjarna borgarinnar. Alveg sama hversu mikið öryggi bíla hafi aukist þá hafi engin breyting að ráði orðið á öryggi gangandi og hjólandi fólks. „Þú ert náttúrulega bara inni í borg. Það gildir ekki þar. Þar er bara beint samhengi á milli aukins hraða og fleiri slysa því þú ert náttúrulega með svo mikið annað. Þú ert með gangandi, hjólandi, strætó og allt mögulegt sem þú þarft að taka tillit til,“ að sögn Lilju Guðríðar. Hún bendir jafnframt á að þau slys sem verða á hraðbrautum verði enn alvarlegri þegar hraðinn eykst.Lilja Guðríður rekur ráðgjafarfyrirtækið Viaplan í samgöngumálum.ViaplanUmferðarlögin ekki bara til málamynda Varðandi aðstæðurnar á Miklubrautinni í morgun sem Finnur Orri telur að hafi neytt sig til þess að aka ólöglega inn á forgangsakreinina segir Lilja Guðrún að þær sýni fram á tilganginn með reglunum. Finnur Orri lýsti því svo að hann hafi verið þriðji eða fjórði bíll yfir gatnamótin þegar grænt ljós birtist. Vegna umferðarþungans handan gatnamótanna hafi hann ekki komist yfir þau áður en rauða ljósið birtist og bíll hans því stoppað umferð eftir Kringlumýrarbrautinni. Hann hafi því keyrt inn á sérakreinina til þess að liðka fyrir umferðinni. Lilja Guðríður telur Finn hafa með þessu brotið 25. grein umferðarlaga þar sem segir: „Á vegamótum, þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum, má ökumaður eigi aka inn á vegamótin á grænu ljósi, ef honum má vera ljóst af aðstæðum í umferðinni, að hann muni eigi komast yfir vegamótin, áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt.“ Eftir að hafa brotið þá reglu og komið sér í klípu á gatnamótunum fyrir vikið segir Lilja Guðríður að blaðamaðurinn hafi brotið 13. greinina sem kveður á um að ökumenn skuli nota þá akrein sem ökutæki þeirra sé ætluð þar sem sérstakar reinar séu fyrir mismunandi ökutæki. „Umferðarlög eru ekki eitthvað sem er sett til málamynda og gilda bara þegar hentar. Þetta eru lög og okkur ber að fylgja þeim. Ástæðan fyrir því að þessi lög eru sett koma mjög skýrt fram í [tilfelli] Finns: ekki blokka gatnamót því þá býrðu til ennþá meiri umferðarhnút og ekki nota sérakrein því þá blokkarðu fyrir umferð farartækja með mikið meira af fólki innanborðs en þú einn í þínum bíl,“ segir Lilja Guðríður.Finnur Orri Thorlacius virðist hafa brotið gegn tveimur greinum umferðarlaga í morgun. Hann sagði að honum hafi verið það einn kostur nauðugur.Vísir Samgöngur Tengdar fréttir Bílasérfræðingur Fréttablaðsins gripinn af umferðarlögreglu Finnur Orri Thorlacius segir engan leik annan hafa verið í stöðunni, hann þurfti að höggva á umferðarhnút. 18. apríl 2018 13:50 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Beint samhengi er á milli umferðarhraða og fleiri slysa inni í borgum. Samgönguverkfræðingur kallar fullyrðingar bílablaðamanns Fréttablaðsins um það gagnstæða „þvælu“. Uppákoma í umferðinni sem blaðamaðurinn var sektaður fyrir í morgun sýni tilganginn með umferðarreglunum sem hann braut. Vísir sagði frá óánægju Finns Orra Thorlacius, bílablaðamanns Fréttablaðsins, með umferðarsekt sem hann fékk á Miklubrautinni í morgun. Finnur hafði þá ekið inn á forgangsakrein fyrir strætó, leigubíla og neyðarbíla vegna þess að hann var stopp inni á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut vegna umferðarteppu á undan honum. Fékk hann 5.000 króna sekt ásamt ellefu öðrum ökumönnum. Í samtali við blaðamann Vísis í morgun var Finnur Orri ekki aðeins ósáttur við sérakreinar fyrir forgangsakstur heldur gagnrýndi hann það sem hann kallaði úrelt lög um hámarkshraða. Fullyrti hann að þar sem hámarkshraði hafi verið hækkaður hafi umferðarslysum fækkað. Lögin væru úrelt þar sem bæði vegakerfi og bílar væru orðnir betri.Ekki sama hraðbraut og stofnbraut inni í borg Enginn fótur er þó fyrir fullyrðingu bílablaðamannsins um tengsl hærri hámarkshraða og færri slysa við þær aðstæður sem eru á Miklubrautinni, að sögn Lilju Guðríðar Karlsdóttur, samgönguverkfræðings. Sambandið er í reynd þveröfugt. „Það er bara þvæla. Hann er ábyggilega vísa í að á hraðbrautum þar sem þú ert ekki með neitt annað, þó svo hraðinn sé meiri þá færðu ekki endilega meiri slys,“ segir hún. Því sé hins vegar ekki að heilsa á Miklubrautinni sem liggur í gegnum kjarna borgarinnar. Alveg sama hversu mikið öryggi bíla hafi aukist þá hafi engin breyting að ráði orðið á öryggi gangandi og hjólandi fólks. „Þú ert náttúrulega bara inni í borg. Það gildir ekki þar. Þar er bara beint samhengi á milli aukins hraða og fleiri slysa því þú ert náttúrulega með svo mikið annað. Þú ert með gangandi, hjólandi, strætó og allt mögulegt sem þú þarft að taka tillit til,“ að sögn Lilju Guðríðar. Hún bendir jafnframt á að þau slys sem verða á hraðbrautum verði enn alvarlegri þegar hraðinn eykst.Lilja Guðríður rekur ráðgjafarfyrirtækið Viaplan í samgöngumálum.ViaplanUmferðarlögin ekki bara til málamynda Varðandi aðstæðurnar á Miklubrautinni í morgun sem Finnur Orri telur að hafi neytt sig til þess að aka ólöglega inn á forgangsakreinina segir Lilja Guðrún að þær sýni fram á tilganginn með reglunum. Finnur Orri lýsti því svo að hann hafi verið þriðji eða fjórði bíll yfir gatnamótin þegar grænt ljós birtist. Vegna umferðarþungans handan gatnamótanna hafi hann ekki komist yfir þau áður en rauða ljósið birtist og bíll hans því stoppað umferð eftir Kringlumýrarbrautinni. Hann hafi því keyrt inn á sérakreinina til þess að liðka fyrir umferðinni. Lilja Guðríður telur Finn hafa með þessu brotið 25. grein umferðarlaga þar sem segir: „Á vegamótum, þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum, má ökumaður eigi aka inn á vegamótin á grænu ljósi, ef honum má vera ljóst af aðstæðum í umferðinni, að hann muni eigi komast yfir vegamótin, áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt.“ Eftir að hafa brotið þá reglu og komið sér í klípu á gatnamótunum fyrir vikið segir Lilja Guðríður að blaðamaðurinn hafi brotið 13. greinina sem kveður á um að ökumenn skuli nota þá akrein sem ökutæki þeirra sé ætluð þar sem sérstakar reinar séu fyrir mismunandi ökutæki. „Umferðarlög eru ekki eitthvað sem er sett til málamynda og gilda bara þegar hentar. Þetta eru lög og okkur ber að fylgja þeim. Ástæðan fyrir því að þessi lög eru sett koma mjög skýrt fram í [tilfelli] Finns: ekki blokka gatnamót því þá býrðu til ennþá meiri umferðarhnút og ekki nota sérakrein því þá blokkarðu fyrir umferð farartækja með mikið meira af fólki innanborðs en þú einn í þínum bíl,“ segir Lilja Guðríður.Finnur Orri Thorlacius virðist hafa brotið gegn tveimur greinum umferðarlaga í morgun. Hann sagði að honum hafi verið það einn kostur nauðugur.Vísir
Samgöngur Tengdar fréttir Bílasérfræðingur Fréttablaðsins gripinn af umferðarlögreglu Finnur Orri Thorlacius segir engan leik annan hafa verið í stöðunni, hann þurfti að höggva á umferðarhnút. 18. apríl 2018 13:50 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Bílasérfræðingur Fréttablaðsins gripinn af umferðarlögreglu Finnur Orri Thorlacius segir engan leik annan hafa verið í stöðunni, hann þurfti að höggva á umferðarhnút. 18. apríl 2018 13:50