Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2018 20:36 Í yfirlýsingu frá Mike Schroepfer segir að fyrirtækið vinni að því að takmarka aðgang aðila að upplýsingum um notendur. Vísir/Getty Einn yfirmanna Facebook segir gagnapakka umdeilda fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið stærri en í fyrstu var talið. Upprunalega var talið að fyrirtækið hefði öðlast upplýsingar um 50 milljónir notenda Facebook með óheimilum þætti. Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu frá Mike Schroepfer segir að fyrirtækið vinni að því að takmarka aðgang aðila að upplýsingum um notendur. Þá segir hann að Facebook muni tilkynna notendum ef upplýsingar þeirra hafi verið í umræddum gagnapakka.Facebook hefur mátt þola mikla gagnrýni upp á síðkastið eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, breskt greiningarfyrirtæki sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, hafi komist yfir upplýsingar um milljónir notenda Facebook með óheimilum hætti. Svo virðist sem Facebook hafi vitað af svikunum frá árinu 2015 en ekki gengið á eftir því að gögnunum yrði eytt þar til erlendir fjölmiðlar bjuggu sig undir að birta umfjallanir um gögnin um miðjan mars á þessu ári. Gagnrýnin hefur einnig komið frá þingmönnum víða um heim og mun Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, mæta fyrir þingnefnd þann 10. apríl og svara spurningum þingmanna. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú.Yfirvöld Bretlands, þar sem fyrirtækið er skráð, hafa tekið það til rannsóknar og sömuleiðis eru yfirvöld í Nígeríu að rannsaka aðkomu fyrirtækisins að kosningum þar í landi árið 2007 og 2015. Facebook Tengdar fréttir Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja fyrirtækja. 3. apríl 2018 06:16 Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Enn þjarmað að Facebook Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. 4. apríl 2018 06:00 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Einn yfirmanna Facebook segir gagnapakka umdeilda fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið stærri en í fyrstu var talið. Upprunalega var talið að fyrirtækið hefði öðlast upplýsingar um 50 milljónir notenda Facebook með óheimilum þætti. Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu frá Mike Schroepfer segir að fyrirtækið vinni að því að takmarka aðgang aðila að upplýsingum um notendur. Þá segir hann að Facebook muni tilkynna notendum ef upplýsingar þeirra hafi verið í umræddum gagnapakka.Facebook hefur mátt þola mikla gagnrýni upp á síðkastið eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, breskt greiningarfyrirtæki sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, hafi komist yfir upplýsingar um milljónir notenda Facebook með óheimilum hætti. Svo virðist sem Facebook hafi vitað af svikunum frá árinu 2015 en ekki gengið á eftir því að gögnunum yrði eytt þar til erlendir fjölmiðlar bjuggu sig undir að birta umfjallanir um gögnin um miðjan mars á þessu ári. Gagnrýnin hefur einnig komið frá þingmönnum víða um heim og mun Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, mæta fyrir þingnefnd þann 10. apríl og svara spurningum þingmanna. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú.Yfirvöld Bretlands, þar sem fyrirtækið er skráð, hafa tekið það til rannsóknar og sömuleiðis eru yfirvöld í Nígeríu að rannsaka aðkomu fyrirtækisins að kosningum þar í landi árið 2007 og 2015.
Facebook Tengdar fréttir Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja fyrirtækja. 3. apríl 2018 06:16 Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Enn þjarmað að Facebook Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. 4. apríl 2018 06:00 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja fyrirtækja. 3. apríl 2018 06:16
Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56
Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15
Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Enn þjarmað að Facebook Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. 4. apríl 2018 06:00
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19