Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 16:53 Fréttir voru fluttar af því í vikunni að Júlía Skripal væri komin til meðvitundar eftir að hafa orðið fyrir taugaeitursárás í byrjun mars síðastliðnum. Vísir/AFP Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28