Líbanskur leikari hreinsaður af ásökunum um njósnir fyrir Ísraelsmenn Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 23:43 Ziad Itani var sigri hrósandi þegar honum var sleppt úr haldi. Vísir/EPA Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag. Ísrael Líbanon Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag.
Ísrael Líbanon Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira