Sér ekki eftir því að hafa staðið upp og sagt frá Benedikt Bóas skrifar 28. febrúar 2018 08:00 „Það besta við þessa #metoo-byltingu er hvað hún er tímasett vel og hún hefði ekki gerst nema vera tímabær. En þá er líka mikilvægt að hlusta á alla og að það séu fjölbreytt sjónarhorn,“ segir Björk í viðtali við Glamour. Silja Magg „Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“ Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira
„Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“
Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira