Um læknadóp Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Orðið læknadóp heyrist reglulega í fjölmiðlum; „Læknadóp rokið upp í verði“ eða „Dauði af ofneyslu er oftast vegna læknadóps“. Orðið læknadóp er bæði skrýtið og óheppilegt. Samkvæmt íslenskri orðabók er orðið dóp skilgreint sem eiturlyf. Einnig kemur fram að orðið dóp er vont íslenskt mál og að leitast ætti við að nota eiturlyf í stað þess. Orðið læknadóp ber með sér að hér sé um að ræða sérstök eiturlyf fyrir lækna eða eiturlyf sem læknar dreifa. Með þessum orðskýringum þá eru lyfjafyrirtækin í dópframleiðslu. Hér er í raun verið að tala um lyf sem er ávísað í þeim tilgangi að lina þjáningar, t.d. sterk verkjalyf og geðlyf. Þessi lyf geta verið blessun fyrir bæði sjúka og aðstandendur þeirra. Ávísun á slík lyf er í samræmi við siðareglur lækna (Codex Ethicus), sem birtast m.a. í ritinu „Góðir starfshættir lækna“ sem gefið er út af Embætti landlæknis en þar kemur skýrt fram að læknir verður að sýna sjúklingi sínum samhygð og gera hugsanlegar ráðstafanir til að lina þjáningar og kvalir, hvort sem lækning er möguleg eða ekki. Einstaklingar sem misnota þetta kerfi geta verið afbragðsleikarar. Læknar eru ekki í hlutverki rannsóknarlögreglu og hafa ekki menntun til að kryfja framburð sjúklings. Þegar einhver grætur fyrir framan þig af sársauka eða segist ekki hafa sofið í margar nætur vegna bakverkja, þá er erfitt að segja „ég get ekkert fyrir þig gert“ eða „hér vantar óyggjandi sönnunargögn“. Læknar gera það sem þeir geta, t.d. að fletta upp lyfjasögu viðkomandi, og þeir hafa engan ávinning af ávísun lyfja til fíkla. Því tel ég orðið læknadóp afar óheppilegt og í staðinn er hægt að nota orð eins og vímulyf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Orðið læknadóp heyrist reglulega í fjölmiðlum; „Læknadóp rokið upp í verði“ eða „Dauði af ofneyslu er oftast vegna læknadóps“. Orðið læknadóp er bæði skrýtið og óheppilegt. Samkvæmt íslenskri orðabók er orðið dóp skilgreint sem eiturlyf. Einnig kemur fram að orðið dóp er vont íslenskt mál og að leitast ætti við að nota eiturlyf í stað þess. Orðið læknadóp ber með sér að hér sé um að ræða sérstök eiturlyf fyrir lækna eða eiturlyf sem læknar dreifa. Með þessum orðskýringum þá eru lyfjafyrirtækin í dópframleiðslu. Hér er í raun verið að tala um lyf sem er ávísað í þeim tilgangi að lina þjáningar, t.d. sterk verkjalyf og geðlyf. Þessi lyf geta verið blessun fyrir bæði sjúka og aðstandendur þeirra. Ávísun á slík lyf er í samræmi við siðareglur lækna (Codex Ethicus), sem birtast m.a. í ritinu „Góðir starfshættir lækna“ sem gefið er út af Embætti landlæknis en þar kemur skýrt fram að læknir verður að sýna sjúklingi sínum samhygð og gera hugsanlegar ráðstafanir til að lina þjáningar og kvalir, hvort sem lækning er möguleg eða ekki. Einstaklingar sem misnota þetta kerfi geta verið afbragðsleikarar. Læknar eru ekki í hlutverki rannsóknarlögreglu og hafa ekki menntun til að kryfja framburð sjúklings. Þegar einhver grætur fyrir framan þig af sársauka eða segist ekki hafa sofið í margar nætur vegna bakverkja, þá er erfitt að segja „ég get ekkert fyrir þig gert“ eða „hér vantar óyggjandi sönnunargögn“. Læknar gera það sem þeir geta, t.d. að fletta upp lyfjasögu viðkomandi, og þeir hafa engan ávinning af ávísun lyfja til fíkla. Því tel ég orðið læknadóp afar óheppilegt og í staðinn er hægt að nota orð eins og vímulyf.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar