Hjarta þjóðarinnar slær á Þingvöllum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Myndir meistaranna njóta sín afbragðsvel í Listasafni Reykjanesbæjar og þar fá þær að vera fram í miðjan apríl. „Það var snemma á síðasta ári sem við ákváðum að láta eina af sýningum þessa árs hverfast um fullveldisafmælið. Þá kom Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur með þá snilldarhugmynd að fá lánuð verk hjá honum Sverri Kristinssyni fasteignasala, sem er mikill safnari. Fyrir valinu urðu forkunnarfallegar Þingvallamyndir, enda slær hjarta þjóðarinnar á Þingvöllum,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar um Hjartastað, sýningu sem opnuð hefur verið í listasafni bæjarins. Valgerður segir verkin eftir sautján listmálara, bæði þá sem þjóðin þekkir best eins og Kjarval, Ásgrím, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson, og Eirík Smith en líka aðra sem ekki hafa verið jafn áberandi í sýningarsölum til þessa. „Einn þeirra er Gísli Jónsson, sem var fæddur 1878 og dó 1944. Það er mikil heiðríkja yfir myndunum hans og þær vöktu hvað mesta athygli við opnunina, fólk hafði ekki séð verk hans áður.“ Sýningin Hjartastaður verður í Duushúsum fram í miðjan apríl og á tímabilinu verða þar nokkrir viðburðir tengdir henni. Þar má nefna leiðsögn og gjörning á Safnahelgi á Suðurnesjum 10. og 11. mars og fræðslukvöld með bæði sögu-og myndlistarfyrirlestrum, gjörningi leikfélagsins um árið 1918 og tónlist. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út um sýninguna Hjartastað. Þar fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við HÍ, fer orðum um tengsl Þingvalla við íslenska þjóðmenningu. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Það var snemma á síðasta ári sem við ákváðum að láta eina af sýningum þessa árs hverfast um fullveldisafmælið. Þá kom Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur með þá snilldarhugmynd að fá lánuð verk hjá honum Sverri Kristinssyni fasteignasala, sem er mikill safnari. Fyrir valinu urðu forkunnarfallegar Þingvallamyndir, enda slær hjarta þjóðarinnar á Þingvöllum,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar um Hjartastað, sýningu sem opnuð hefur verið í listasafni bæjarins. Valgerður segir verkin eftir sautján listmálara, bæði þá sem þjóðin þekkir best eins og Kjarval, Ásgrím, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson, og Eirík Smith en líka aðra sem ekki hafa verið jafn áberandi í sýningarsölum til þessa. „Einn þeirra er Gísli Jónsson, sem var fæddur 1878 og dó 1944. Það er mikil heiðríkja yfir myndunum hans og þær vöktu hvað mesta athygli við opnunina, fólk hafði ekki séð verk hans áður.“ Sýningin Hjartastaður verður í Duushúsum fram í miðjan apríl og á tímabilinu verða þar nokkrir viðburðir tengdir henni. Þar má nefna leiðsögn og gjörning á Safnahelgi á Suðurnesjum 10. og 11. mars og fræðslukvöld með bæði sögu-og myndlistarfyrirlestrum, gjörningi leikfélagsins um árið 1918 og tónlist. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út um sýninguna Hjartastað. Þar fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við HÍ, fer orðum um tengsl Þingvalla við íslenska þjóðmenningu.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“