Vinna sem leggst vel í mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 11:00 "Það er ögrandi að fara inn á þetta svið,“ segir Ragnheiður. Vísir/Stefán „Þetta er lífleg vinna sem leggst vel í mig. Ég hef alltaf viljað starfa þar sem verið er að skapa nýja hluti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. „Bæði nýtist rekstrarkunnátta mín og listræn innsýn í sviðslistum. Ég hef verið meira kringum leiklistina til þessa en það er ögrandi að fara inn á þetta svið.“ Ragnheiður bendir á að dansflokkurinn sé ríkisstofnun, það kalli á mikil samskipti við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Fjársýslu ríkisins. „Það síðarnefnda er nýtt fyrir mér og það kemur mér á óvart hvað mér finnst það skemmtilegt,“ segir hún glaðlega en Ragnheiður hefur síðastliðna mánuði unnið í afleysingum sem framkvæmdastjóri ÍD. Dansflokkurinn hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Ragnheiður er ein á skrifstofunni þegar samtalið fer fram því aðrir starfsmenn eru í Bilbao á Spáni þar sem verið er að sýna Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Það verk var frumsýnt hér á landi 2015, nú er 2018 þannig að sýningarnar lifa. „Við setjum upp tvær til þrjár sýningar á ári hér og svo er mikið túrað. Líklega erum við með fleiri áhorfendur erlendis en á Íslandi. Uppsetning er alltaf mikil fjárfesting og með því að fara með hana út fyrir landsteinana tryggir maður enn betur að hún skili sér í innkomu.“ Ragnheiður segir mikilvægt að afla nýrra tengsla erlendis og viðhalda þeim sem fyrir eru. Frægð listdansstjórans Ernu Ómarsdóttur, sem danshöfundar og dansara, hjálpi þar verulega til. Erlendir danshöfundar hafa líka gert íslenska flokknum gott, að mati Ragnheiðar. „Okkar lögbundna hlutverk er að hlúa að innlendri danssmíði og dansmenningu en til að hún megi blómstra er gott að fá utanaðkomandi áhrif við og við,“ segir hún og upplýsir að vorsýning flokksins verði undir stjórn hins slóvenska Anton Lachky. „Hann er áhorfendum okkar ekki alls ókunnur, setti upp sýninguna Fullkominn dagur til drauma hér árið 2011.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er lífleg vinna sem leggst vel í mig. Ég hef alltaf viljað starfa þar sem verið er að skapa nýja hluti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. „Bæði nýtist rekstrarkunnátta mín og listræn innsýn í sviðslistum. Ég hef verið meira kringum leiklistina til þessa en það er ögrandi að fara inn á þetta svið.“ Ragnheiður bendir á að dansflokkurinn sé ríkisstofnun, það kalli á mikil samskipti við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Fjársýslu ríkisins. „Það síðarnefnda er nýtt fyrir mér og það kemur mér á óvart hvað mér finnst það skemmtilegt,“ segir hún glaðlega en Ragnheiður hefur síðastliðna mánuði unnið í afleysingum sem framkvæmdastjóri ÍD. Dansflokkurinn hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Ragnheiður er ein á skrifstofunni þegar samtalið fer fram því aðrir starfsmenn eru í Bilbao á Spáni þar sem verið er að sýna Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Það verk var frumsýnt hér á landi 2015, nú er 2018 þannig að sýningarnar lifa. „Við setjum upp tvær til þrjár sýningar á ári hér og svo er mikið túrað. Líklega erum við með fleiri áhorfendur erlendis en á Íslandi. Uppsetning er alltaf mikil fjárfesting og með því að fara með hana út fyrir landsteinana tryggir maður enn betur að hún skili sér í innkomu.“ Ragnheiður segir mikilvægt að afla nýrra tengsla erlendis og viðhalda þeim sem fyrir eru. Frægð listdansstjórans Ernu Ómarsdóttur, sem danshöfundar og dansara, hjálpi þar verulega til. Erlendir danshöfundar hafa líka gert íslenska flokknum gott, að mati Ragnheiðar. „Okkar lögbundna hlutverk er að hlúa að innlendri danssmíði og dansmenningu en til að hún megi blómstra er gott að fá utanaðkomandi áhrif við og við,“ segir hún og upplýsir að vorsýning flokksins verði undir stjórn hins slóvenska Anton Lachky. „Hann er áhorfendum okkar ekki alls ókunnur, setti upp sýninguna Fullkominn dagur til drauma hér árið 2011.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“