Tékknesk snjóbrettastjarna skrifar ótrúlega sögu á Vetrarólympíuleikunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. febrúar 2018 06:00 Ester Ledecká sátt með gullið. vísir/getty Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira