Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2018 14:00 Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz. Vísir/Stöð 2 „Þetta gekk,“ segir Anna Lára Friðfinnsdóttir en hún og fjölskylda hennar settu sér það markmið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar eftir kostnaðarsaman desembermánuð. Þau tóku út 100 þúsund krónur í reiðufé í upphafi janúar en í gærkvöldi stóðu eftir 7.202 krónur. „Ekki henda mat,“ segir Anna Lára þegar hún er beðin um að gefa góð ráð eftir að hafa náð að takmarka neyslu fimm manna fjölskyldu hennar og eiginmanns hennar Jóns Marz við 100 þúsund krónur í janúar. Anna Lára segir þau aldrei hafa verslað inn fyrir meira en tvo til þrjá daga í einu. „Það kom til hreinlega af því að það hentar mér ekki að fara eftir vikumatseðli því ég hef ekki sjálfsstjórnina í það. Ég get ekki ákveðið í dag hvað ég ætla að borða eftir viku,“ segir Anna Lára. Með því að versla inn fyrir tvo til þrjá daga í einu náðu þau að fylgjast betur með því hvað vantaði inn á heimilið.Erfitt að detta ekki í sama farið Hún segir þessa tilraun vissulega hafa reynt á. „Þetta var erfitt allan mánuðinn því það eru freistingar alls staðar og þú þarft ekki einu sinni lengur að fara út í búð til að verða fyrir þeim,“ segir Anna Lára. „Þegar leið á mánuðinn fór að verða erfiðara að detta ekki í sama farið aftur. Ég var kannski ótrúlega þreytt eftir langan vinnudag og á leið í skólann. Þá langaði mig stundum miklu frekar að panta pizzu heldur en að elda mat.“ Hún segir að óvænt útgjöld hefðu vissulega geta sett þau af leið við að ná þessu markmiði, til dæmis hefði einhver veikst alvarlega, og þurfti Anna Lára til dæmis að fara til tannlæknis eftir að hafa brotið í sér tönn. Við skoðun hjá tannlækni kom í ljós að um var að ræða brotna fyllingu sem þurfti einungis að pússa niður fyrir 3.300 krónur. Anna Lára bendir hins vegar á að tilgangurinn með þessu janúarmarkmið hefði hins vegar verið sá að stíga aðeins til baka þegar kemur að hugsunarlausri eyðslu.Börnin áhugasöm Hún og eiginmaðurinn hennar lærðu mikið af því sem og börnin sem voru afar áhugasöm um þetta verkefni. Anna Lára segir börnin hafa verið virk í því að reyna finna út úr því hvað væri hægt að hafa í matinn miðað við það sem var til á heimilinu og fengu sitt laugardagsnammi en máttu aðeins velja sér bland í poka fyrir hundrað krónur. „Sex ára dóttir mín benti mér að við ættum krem á köku sem væri að skemmast og því þyrfti að baka. Við gerðum rosalega mikið af því að baka saman með krökkunum og úr varð ansi skemmtileg iðja með þeim. Ég komst líka að því að egg sem renna út 28. desember eru í fínu lagi 30. janúar. Það þurfti bara snöggt próf til að skera úr um það.“Betra að smyrja nesti Þau leyfðu sér ýmislegt, höfðu til dæmis lambalæri í matinn og fóru í skírnarveislu til Akureyrar. Áður en haldið var til Akureyrar smurðu þau nesti fyrir alla fjölskylduna og eyddu því ekki í óþarfa á leiðinni. Á Akureyri gistu þau hjá fjölskyldu þeirra en hún segir það muna miklu að eyða ekki pening í mat og sælgæti á vegasjoppum á ferðalagi. Hún segist hafa upplifað ferðalög með Dönum sem finnst ekkert sjálfsagðra en að smyrja nesti fyrir daginn og ef farið var með þeim í Tívolí í Kaupmannahöfn yfir heilan dag kom ekkert annað til greina en að smyrja nesti.Halda áfram að spara Þau ætla að halda áfram að spara í febrúar því draumurinn er að geta farið með börnin í frí til Albir á Spáni í sumar. „Markmið með þessu verkefni var að koma í veg fyrir óþarfa eyðslu. Við erum fimm manna fjölskylda og vorum að fá þrjú til fjögur hundruð þúsund króna vísareikning á hverjum mánuði því við hugsuðum ekkert um peninga sem við vinnu hörðum höndum fyrir,“ segir Anna Lára. Desembermánuðurinn hafi verið ansi drjúgur og segist Anna Lára gera sér grein fyrir því að mikið sé að gera á þeim tíma vegna vinnu og jólaundirbúnings en upphæðin sem fór í skyndibita þann mánuðinn var óheyrileg. „Markmiðið var að stíga til baka og sjá hvað við þurftum.“ Neytendur Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
„Þetta gekk,“ segir Anna Lára Friðfinnsdóttir en hún og fjölskylda hennar settu sér það markmið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar eftir kostnaðarsaman desembermánuð. Þau tóku út 100 þúsund krónur í reiðufé í upphafi janúar en í gærkvöldi stóðu eftir 7.202 krónur. „Ekki henda mat,“ segir Anna Lára þegar hún er beðin um að gefa góð ráð eftir að hafa náð að takmarka neyslu fimm manna fjölskyldu hennar og eiginmanns hennar Jóns Marz við 100 þúsund krónur í janúar. Anna Lára segir þau aldrei hafa verslað inn fyrir meira en tvo til þrjá daga í einu. „Það kom til hreinlega af því að það hentar mér ekki að fara eftir vikumatseðli því ég hef ekki sjálfsstjórnina í það. Ég get ekki ákveðið í dag hvað ég ætla að borða eftir viku,“ segir Anna Lára. Með því að versla inn fyrir tvo til þrjá daga í einu náðu þau að fylgjast betur með því hvað vantaði inn á heimilið.Erfitt að detta ekki í sama farið Hún segir þessa tilraun vissulega hafa reynt á. „Þetta var erfitt allan mánuðinn því það eru freistingar alls staðar og þú þarft ekki einu sinni lengur að fara út í búð til að verða fyrir þeim,“ segir Anna Lára. „Þegar leið á mánuðinn fór að verða erfiðara að detta ekki í sama farið aftur. Ég var kannski ótrúlega þreytt eftir langan vinnudag og á leið í skólann. Þá langaði mig stundum miklu frekar að panta pizzu heldur en að elda mat.“ Hún segir að óvænt útgjöld hefðu vissulega geta sett þau af leið við að ná þessu markmiði, til dæmis hefði einhver veikst alvarlega, og þurfti Anna Lára til dæmis að fara til tannlæknis eftir að hafa brotið í sér tönn. Við skoðun hjá tannlækni kom í ljós að um var að ræða brotna fyllingu sem þurfti einungis að pússa niður fyrir 3.300 krónur. Anna Lára bendir hins vegar á að tilgangurinn með þessu janúarmarkmið hefði hins vegar verið sá að stíga aðeins til baka þegar kemur að hugsunarlausri eyðslu.Börnin áhugasöm Hún og eiginmaðurinn hennar lærðu mikið af því sem og börnin sem voru afar áhugasöm um þetta verkefni. Anna Lára segir börnin hafa verið virk í því að reyna finna út úr því hvað væri hægt að hafa í matinn miðað við það sem var til á heimilinu og fengu sitt laugardagsnammi en máttu aðeins velja sér bland í poka fyrir hundrað krónur. „Sex ára dóttir mín benti mér að við ættum krem á köku sem væri að skemmast og því þyrfti að baka. Við gerðum rosalega mikið af því að baka saman með krökkunum og úr varð ansi skemmtileg iðja með þeim. Ég komst líka að því að egg sem renna út 28. desember eru í fínu lagi 30. janúar. Það þurfti bara snöggt próf til að skera úr um það.“Betra að smyrja nesti Þau leyfðu sér ýmislegt, höfðu til dæmis lambalæri í matinn og fóru í skírnarveislu til Akureyrar. Áður en haldið var til Akureyrar smurðu þau nesti fyrir alla fjölskylduna og eyddu því ekki í óþarfa á leiðinni. Á Akureyri gistu þau hjá fjölskyldu þeirra en hún segir það muna miklu að eyða ekki pening í mat og sælgæti á vegasjoppum á ferðalagi. Hún segist hafa upplifað ferðalög með Dönum sem finnst ekkert sjálfsagðra en að smyrja nesti fyrir daginn og ef farið var með þeim í Tívolí í Kaupmannahöfn yfir heilan dag kom ekkert annað til greina en að smyrja nesti.Halda áfram að spara Þau ætla að halda áfram að spara í febrúar því draumurinn er að geta farið með börnin í frí til Albir á Spáni í sumar. „Markmið með þessu verkefni var að koma í veg fyrir óþarfa eyðslu. Við erum fimm manna fjölskylda og vorum að fá þrjú til fjögur hundruð þúsund króna vísareikning á hverjum mánuði því við hugsuðum ekkert um peninga sem við vinnu hörðum höndum fyrir,“ segir Anna Lára. Desembermánuðurinn hafi verið ansi drjúgur og segist Anna Lára gera sér grein fyrir því að mikið sé að gera á þeim tíma vegna vinnu og jólaundirbúnings en upphæðin sem fór í skyndibita þann mánuðinn var óheyrileg. „Markmiðið var að stíga til baka og sjá hvað við þurftum.“
Neytendur Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30