Setti saman lagalista á Spotify í tilefni af tuttugu ára höfundarafmæli Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2018 17:27 Einar Bárðarson Vísir/GVA Tónskáldið Einar Bárðarson hefur tekið saman lista yfir sína helstu smelli í tilefni af því að í vor verða tuttugu ár frá því fyrsta lagið sem hann samdi fór í fyrsta sæti íslenska vinsældarlistans. Um er að ræða lagið Farin með Skítamóral en Einar hefur sett öll lögin sem hann hefur samið saman í einn lagalista á streymisveitunnni Smellir og skellir í tuttugu ár. Þar eru að finna ansi mörg lög sem Íslendingar kannast við. Á meðal laga sem hann hefur samið fyrir félaga sína í Skítamóral, en bróðir Einars, Arngrímur Fannar Haraldsson, ser í þeirri hljómsveiti, má nefna Myndir, Ennþá, Silicon, Heima og Hvers vegna? Hann samdi einnig jólalagið Handa þér sem félagarnir úr Skítamóral, þeir Gunnar Ólason og Einar Ágúst Víðisson sem syngja. Einar á eitt Eurovision-framlag að baki en það er lagið Angel sem Two Tricky fluttu fyrir hönd Íslands í Parken í Kaupmannahöfn árið 2001. Lagið fékk aðeins þrjú stig í heildina, eitt frá Noregi og tvö frá Danmörku, og hafnaði í 23. sæti ásamt Noregi sem fékk þrjú stig frá Portúgal það árið. Hann samdi jafnframt lögin Spenntur, Keyrðu mig heim, Éra Springa og Strokleður fyrir hljómsveitina Á móti sól. Einar var um tíma umboðsmaður stúlknasveitarinnar Nylon sem hann setti saman en hann var ansi duglegur að semja fyrir þær þar sem hann naut dyggrar aðstoðar tónlistarmannsins Friðriks Karlssonar. Um er að ræða þrettán lög en stærstu smellirnir eru Síðasta sumar, Bara í nótt, Allstaðar og Fimm á Richter. Einar var sömuleiðis umboðsmaður tenórsins Garðars Thor Cortes og samdi fyrir hann lögin Bæn og Lontano ásamt Friðriki Karlssyni. Hann útilokar ekki að setjast við tónsmíðar í tilefni af þessum tímamótum. „Ég var eiginlega búinn að gleyma því hvað þetta eru mörg lög .. já og svo er margt af þessu bara alveg ágætt,“ segir Einar í færslu sem hann ritað á Facebook í tilefni af þessum tímamótum. Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Tónskáldið Einar Bárðarson hefur tekið saman lista yfir sína helstu smelli í tilefni af því að í vor verða tuttugu ár frá því fyrsta lagið sem hann samdi fór í fyrsta sæti íslenska vinsældarlistans. Um er að ræða lagið Farin með Skítamóral en Einar hefur sett öll lögin sem hann hefur samið saman í einn lagalista á streymisveitunnni Smellir og skellir í tuttugu ár. Þar eru að finna ansi mörg lög sem Íslendingar kannast við. Á meðal laga sem hann hefur samið fyrir félaga sína í Skítamóral, en bróðir Einars, Arngrímur Fannar Haraldsson, ser í þeirri hljómsveiti, má nefna Myndir, Ennþá, Silicon, Heima og Hvers vegna? Hann samdi einnig jólalagið Handa þér sem félagarnir úr Skítamóral, þeir Gunnar Ólason og Einar Ágúst Víðisson sem syngja. Einar á eitt Eurovision-framlag að baki en það er lagið Angel sem Two Tricky fluttu fyrir hönd Íslands í Parken í Kaupmannahöfn árið 2001. Lagið fékk aðeins þrjú stig í heildina, eitt frá Noregi og tvö frá Danmörku, og hafnaði í 23. sæti ásamt Noregi sem fékk þrjú stig frá Portúgal það árið. Hann samdi jafnframt lögin Spenntur, Keyrðu mig heim, Éra Springa og Strokleður fyrir hljómsveitina Á móti sól. Einar var um tíma umboðsmaður stúlknasveitarinnar Nylon sem hann setti saman en hann var ansi duglegur að semja fyrir þær þar sem hann naut dyggrar aðstoðar tónlistarmannsins Friðriks Karlssonar. Um er að ræða þrettán lög en stærstu smellirnir eru Síðasta sumar, Bara í nótt, Allstaðar og Fimm á Richter. Einar var sömuleiðis umboðsmaður tenórsins Garðars Thor Cortes og samdi fyrir hann lögin Bæn og Lontano ásamt Friðriki Karlssyni. Hann útilokar ekki að setjast við tónsmíðar í tilefni af þessum tímamótum. „Ég var eiginlega búinn að gleyma því hvað þetta eru mörg lög .. já og svo er margt af þessu bara alveg ágætt,“ segir Einar í færslu sem hann ritað á Facebook í tilefni af þessum tímamótum.
Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira