Gömul ummæli Tarantino um kynferðisbrot Roman Polanski valda usla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 21:15 Næsta mynd Tarantino mun meðal annars fjalla um morðið á Sharon Tate, þáverandi eiginkonu Roman Polanski. Vísir/Getty „Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu. MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
„Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu.
MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15
Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27