Icelandair telur Hvassahraun mögulegt 2027 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Borgarstjóri reiknar með að hitta samgönguráðherra á allra næstu dögum. Fréttablaðið/ernir Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira