Bæta þarf úr aðgengi fatlaðra að fótboltavöllum Nadine Guðrún Yaghi og Þórdís Valsdóttir skrifa 21. janúar 2018 12:30 Alexander Harðarson tómstundafræðingur gerði úttekt á fótboltavöllum knattspyrnuvalla og segir að gera þurfi úrbætur til að bæta aðgengi fatlaðs fólks. Vísir/Valgarður Úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk á íslenskum fótboltavöllum leiddi í ljós að víða þarf að gera miklar úrbætur. Tómstundafræðingur, sem framkvæmdi úttektina, segir að til að mynda sé sjónlína frá hjólastólastæði verulega skert á flestum vallanna. Verkefnið „Allir á völlinn“ fjallar um stöðu aðgengismála fyrir fatlaða stuðningsmenn að áhorfendasvæðum knattspyrnuvalla á Íslandi árið 2017. Alexander Harðarson vann verkefnið ásamt Ólafi Davíðssyni, en þeir heimsóttu alla velli í efstu deild karla og kvenna og gerðu aðgengisúttektir með aðstoð gátlista. „Samkvæmt þessum nýjustu tölum er ýmislegt sem þarf að breyta og bæta. Hvergi eru skilgreind hjólastólastæði á völlunum og sjónlínu er oft ábótavant. Fatlaðir stuðningsmenn eiga það til að missa af veigamiklum atriðum í leiknum ef sjónlínan er ekki í lagi,“ segir Alexander Harðarson tómstundafræðingur. Úttektin leiddi í ljós að á öllum völlum sem heimsóttir voru þarf að gera útbætur. Alexander segir að slæm aðstaða til áhorfs geti komið í veg fyrir að fatlaðir stuðningsmenn sæki vellina heim og geti stutt sitt lið til jafns við aðra stuðningsmenn. Þá segir hann mikilvægt sé að gerðar verði útbætur. „Það þarf að setja reglugerðir um það að bæta aðgengi af því að fótbolti er íþrótt sem allir eiga að hafa jafnan aðgang að.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk á íslenskum fótboltavöllum leiddi í ljós að víða þarf að gera miklar úrbætur. Tómstundafræðingur, sem framkvæmdi úttektina, segir að til að mynda sé sjónlína frá hjólastólastæði verulega skert á flestum vallanna. Verkefnið „Allir á völlinn“ fjallar um stöðu aðgengismála fyrir fatlaða stuðningsmenn að áhorfendasvæðum knattspyrnuvalla á Íslandi árið 2017. Alexander Harðarson vann verkefnið ásamt Ólafi Davíðssyni, en þeir heimsóttu alla velli í efstu deild karla og kvenna og gerðu aðgengisúttektir með aðstoð gátlista. „Samkvæmt þessum nýjustu tölum er ýmislegt sem þarf að breyta og bæta. Hvergi eru skilgreind hjólastólastæði á völlunum og sjónlínu er oft ábótavant. Fatlaðir stuðningsmenn eiga það til að missa af veigamiklum atriðum í leiknum ef sjónlínan er ekki í lagi,“ segir Alexander Harðarson tómstundafræðingur. Úttektin leiddi í ljós að á öllum völlum sem heimsóttir voru þarf að gera útbætur. Alexander segir að slæm aðstaða til áhorfs geti komið í veg fyrir að fatlaðir stuðningsmenn sæki vellina heim og geti stutt sitt lið til jafns við aðra stuðningsmenn. Þá segir hann mikilvægt sé að gerðar verði útbætur. „Það þarf að setja reglugerðir um það að bæta aðgengi af því að fótbolti er íþrótt sem allir eiga að hafa jafnan aðgang að.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira