Fleiri leita til Stígamóta eftir gróft kynferðisofbeldi í samböndum á unglingsárum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2018 20:15 Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. Starfsmenn Stígamóta hafa tekið eftir því að undanförnu að fleiri ungar konur leiti til þeirra vegna kynferðisofbeldis sem þær hafa orðið fyrir í nánum samböndum á unglingsárum. Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum, hefur ofbeldi í samböndum alltaf verið til. Þróunin er hins vegar ekki góð. „Það sem að við sjáum er mikið andlegt ofbeldi. Mikil stjórnun, sjúkleg afbrýðisemi og yfirleitt fylgir þessu kynferðisofbeldi. Það sem við erum að sjá núna eru áhrifin frá kláminu og það eru allar þessar kröfur um kynlífsathafnir sem margar eru ekki tilbúnar að taka þátt í og meðal annars það sem við sjáum er fjölgun í endaþarmsnauðgunum,“ segir Steinunn. Hún segir að þannig fari áhrif klámvæðingarinnar beint inn í ástarsambönd unglinga. Þetta rímar við helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu sem kynntar voru á dögunum en þar kom fram að ungt folk horfir mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur og að kynfræðslan snúist fyrst og framst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla unglinga. „Þannig við erum að sjá miklar pressu á ungar stúlkur að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær kæra sig ekki um,“ segir Steinunn. Til Stígamóta geta einstaklingar 18 ára og eldri leitað en Stígamót taka ekki á móti unglinglingum undir átján. Barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þann hóp. Steinunn segir að unglingsstúlkur, sem eru yngri en 18 ára, og eru beittar ofbeldi í samböndum veigri sér við að leita sér hjálpar þar sem þær vilji til að mynda ekki að málið sé tilkynnt til lögreglu. Stígamót reyna nú að vekja athygli yfirvalda á þessum vanda. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. Starfsmenn Stígamóta hafa tekið eftir því að undanförnu að fleiri ungar konur leiti til þeirra vegna kynferðisofbeldis sem þær hafa orðið fyrir í nánum samböndum á unglingsárum. Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum, hefur ofbeldi í samböndum alltaf verið til. Þróunin er hins vegar ekki góð. „Það sem að við sjáum er mikið andlegt ofbeldi. Mikil stjórnun, sjúkleg afbrýðisemi og yfirleitt fylgir þessu kynferðisofbeldi. Það sem við erum að sjá núna eru áhrifin frá kláminu og það eru allar þessar kröfur um kynlífsathafnir sem margar eru ekki tilbúnar að taka þátt í og meðal annars það sem við sjáum er fjölgun í endaþarmsnauðgunum,“ segir Steinunn. Hún segir að þannig fari áhrif klámvæðingarinnar beint inn í ástarsambönd unglinga. Þetta rímar við helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu sem kynntar voru á dögunum en þar kom fram að ungt folk horfir mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur og að kynfræðslan snúist fyrst og framst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla unglinga. „Þannig við erum að sjá miklar pressu á ungar stúlkur að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær kæra sig ekki um,“ segir Steinunn. Til Stígamóta geta einstaklingar 18 ára og eldri leitað en Stígamót taka ekki á móti unglinglingum undir átján. Barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þann hóp. Steinunn segir að unglingsstúlkur, sem eru yngri en 18 ára, og eru beittar ofbeldi í samböndum veigri sér við að leita sér hjálpar þar sem þær vilji til að mynda ekki að málið sé tilkynnt til lögreglu. Stígamót reyna nú að vekja athygli yfirvalda á þessum vanda.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira