Biðja Trump og ESB að koma sér til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2018 15:29 Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna. Vísir/AFP Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að ef vesturveldin komi þeim ekki til bjargar og beiti Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn hans í Rússlandi og Íran þrýstingi muni blóði óbreyttra borgara verða úthellt áfram. Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna, kallar eftir aðstoð Donald Trump og leiðtoga Evrópusambandsins eins og Angelu Merkel og Emmanuel Macron. „Ég vil spyrja öll þau ríki sem lofuðu stuðningi við sýrlensku þjóðina og viðleitni þeirra til að koma á lýðræði og friði: Af hverju stóðuð þið ekki við loforð ykkar?“ sagði Hariri við blaðamann Reuters.Átökin í Sýrlandi hafa gengið á í rúm sjö ár og allar pólitískar friðarviðræður hafa ekki borið árangur. Undanfarin tvö ár hefur Assad-liðum vaxið ásmegin með stuðningi Rússlands og Íran. Sýrlenskir Kúrdar hafa með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Íslamska ríkið hefur tapað nánu öllu sínu yfirráðasvæði til Kúrda og til stjórnarhersins. Þá hafa uppreisnarmenn einnig látið verulega eftir og eru margar fylkingar þeirra jafnvel orðnar samofnar vígahópum sem tengjast al-Qaeda. Með það í huga hafa vesturveldin gefið eftir að undanförnu varðandi þá kröfu að Assad verði að fara frá völdum til að tryggja frið í Sýrlandi. Í nýjum viðræðum hafa uppreisnarmenn þó ítrekað það skilyrði. Enginn friður verði á meðan Assad sé við völd og því hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að viðræður þessar muni engum árangri skila. Samkvæmt frétt Reuters telur Hariri þó að vesturveldin geti beitt Assad nægum þrýstingi til að fá hann að samningaborðinu. Að áðurnefndir leiðtogar geti sameinað alþjóðasamfélagið og tryggt frið og stöðugleika í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að ef vesturveldin komi þeim ekki til bjargar og beiti Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn hans í Rússlandi og Íran þrýstingi muni blóði óbreyttra borgara verða úthellt áfram. Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna, kallar eftir aðstoð Donald Trump og leiðtoga Evrópusambandsins eins og Angelu Merkel og Emmanuel Macron. „Ég vil spyrja öll þau ríki sem lofuðu stuðningi við sýrlensku þjóðina og viðleitni þeirra til að koma á lýðræði og friði: Af hverju stóðuð þið ekki við loforð ykkar?“ sagði Hariri við blaðamann Reuters.Átökin í Sýrlandi hafa gengið á í rúm sjö ár og allar pólitískar friðarviðræður hafa ekki borið árangur. Undanfarin tvö ár hefur Assad-liðum vaxið ásmegin með stuðningi Rússlands og Íran. Sýrlenskir Kúrdar hafa með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Íslamska ríkið hefur tapað nánu öllu sínu yfirráðasvæði til Kúrda og til stjórnarhersins. Þá hafa uppreisnarmenn einnig látið verulega eftir og eru margar fylkingar þeirra jafnvel orðnar samofnar vígahópum sem tengjast al-Qaeda. Með það í huga hafa vesturveldin gefið eftir að undanförnu varðandi þá kröfu að Assad verði að fara frá völdum til að tryggja frið í Sýrlandi. Í nýjum viðræðum hafa uppreisnarmenn þó ítrekað það skilyrði. Enginn friður verði á meðan Assad sé við völd og því hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að viðræður þessar muni engum árangri skila. Samkvæmt frétt Reuters telur Hariri þó að vesturveldin geti beitt Assad nægum þrýstingi til að fá hann að samningaborðinu. Að áðurnefndir leiðtogar geti sameinað alþjóðasamfélagið og tryggt frið og stöðugleika í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira