Rútur festust þvert á veginum á Mosfellsheiði og Ísafjörður einangraður Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2018 20:38 Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar. Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar.
Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira